Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 32
31
ekki síst frá síðustu áratugum. Ein þeirra tengist skemafræðum, nánar til-
tekið kenningunni um uppskriftir (e. scripts), ramma eða grindur (e. frame),
þ.e. mynstur viðtekinna hugmyndatengsla. Hana má í húmorfræðum rekja
til skrifa Victors Raskin um brandara.4 Hann skilgreinir uppskrift sem
stóran stafla af merkingarupplýsingum sem tengjast orði eða kvikna í krafti
þess; segir að hún sé vitsmunaformgerð sem málnotandi (e. native speaker)
hafi tileinkað sér og vitni um þekkingu hans á broti af heiminum. Í kollin-
um á hverjum málnotanda sé fjöldi slíkra uppskrifta „almennrar skynsemi“
sem sýni þekkingu málnotandans á ákveðnum leiðum, grundvallaraðstæð-
um og viðtekinni framgöngu. En til viðbótar séu þar einstaklingsbundnar
uppskriftir sem ráðist af reynslu og bakgrunni hvers og eins, svo og upp-
skriftir sem eigi aðeins stundum við af því að þær séu bundnar tilteknum
hópi, fjölskyldu, nágrönnum eða starfsfélögum, en ekki málsamfélaginu
öllu. Brandarar einkennast að viti Raskins af því að í upphafi sést aðeins
ein uppskrift en í lokasetningunni kemur önnur til sögunnar sem rekst á
hina fyrri.
Sporgöngumenn Raskins í húmorrannsóknum hafa sett fram ýmsar
kenningar um hugarstarfsemi og skop og fjallað þá um íroníu ekki síður
en húmor.5 Hér verður gengið út frá þeirri grunnhugmynd að þegar menn
gerður greinarmunur á þeim hlátri sem tengdist sálinni og hinum sem tengdist lík-
amanum og var oft illa séður, sjá t.d. Ingvild Sælid Gilhus, Laughing Gods, Weeping
Virgins: Laughter in the History of Religion, London og new York: Routledge 1997,
bls. 12. Ónefnt er þá t.d. að í Hávamálum segir „Vesall maður / og illa skapi / hlær
að hvívetna […]“, svo og að hlátur boðar ekki gott í ýmsum fornum íslenskum sög-
um, sbr. „kaldahlátur“. Sjá „Hávamál“, Eddukvæði, Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna,
Reykjavík: Mál og menning 1998, bls. 22 og „Brennu-njáls saga“, Íslendinga sögur
og þættir I, ritstj. Bragi Halldórsson o.fl., Reykjavík: Svart á hvítu 1987, bls. 261.
4 Sjá Victor Raskin, Semantic Mechanisms of Humor, Dordrecht: Reidel, 1984, bls.
80–83. Raskin kýs að nota orðið script, þ.e. uppskrift, en nefnir líka „schema, frame,
daemon etc.“ (bls. 81).
5 Hér má nefna ýmsa, t.d. Salvatore Attardo og kenningu hans (e. general theory of
verbal humor) um húmor; Rachel Giora og tilgátu hennar (e. the graded salience
hypothesis) um að menn leggi fyrst í orð eða yrðingu þá merkingu sem liggur beinast
við vegna viðtekinnar venju, tíðni orðanna/yrðingarinnar eða þess að þau eru kunn-
ugleg, en seinna aðra merkingu sem íronía og kaldhæðni (e. sarcasm) miðla; Geert
Brône og Kurt Feyaerts sem fjalla um hlut metónymíu í sköpun húmors og David
Ritchie sem ræðir um grinda- eða rammaskipti í íroníu ekki síður en húmor. Sjá t.d.
Salvatore Attardo, Linguistic Theories of Humor, Berlín og new York: Mouton de
Gruyter 1994; sami, „The semantic foundations of cognitive theories of humor“,
Humor – International Journal of Humor Research 4/1997, bls. 395–42; sami, „Irony
as relevant inappropriateness“ Journal of Pragmatics 6/2000, bls. 793–826; sami,
Humorous Texts: A Semantic and Pragmatic Analysis, Berlin og new York: Mouton
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“