Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 225
224
pólitískum spurningum í rauninni ekkert við. Íronískir kenningasmiðir eins
og Hegel, nietzsche, Derrida og Foucault hafa unnið ómetanlegt verk, að
ég tel, til stuðnings þeirri viðleitni okkar að móta persónulega sjálfsmynd.
En kenningar þeirra eru gagnslitlar við að svara pólitískum spurningum.
Habermas gerir ráð fyrir því að verkefni heimspekinnar sé að framleiða
félagslegt tengiefni sem komið geti í stað trúarbragða. Fyrir honum er tal
upplýsingarinnar um „algild sannindi“ og „skynsemi“ meðal mikilvæg-
ustu þátta þessa tengiefnis. Þannig hefur gagnrýnin á upplýsinguna og
skynsemishugtakið sem kemur úr þessari átt í hans augum þau áhrif að
leysa upp félagsleg tengsl í frjálslyndum samfélögum. Samhengishyggja
og viðhorfshyggja (e. contextualism, perspectivalism) nietzsches sem ég lauk
lofsorði á í fyrri köflum er í hans augum ábyrgðarlaus sjálfsveruhyggja.
Með marxistunum, og mörgum þeirra sem hann gagnrýnir einnig,
deilir Habermas þeirri skoðun að raunveruleg merking heimspekilegs við-
horfs birtist í þeim pólitísku ályktunum sem draga megi af því, og að það
viðmið sem á endanum þarf að beita á heimspekilegan, frekar en aðeins
„bókmenntalegan“ höfund, sé pólitískt. Því frá sjónarmiði þeirrar hefðar
sem Habermas vinnur í, er eins augljóst að stjórnmálaheimspeki er kjarni
heimspekinnar, og það er frá sjónarmiði hefðar rökgreiningarheimspek-
innar að heimspeki tungumálsins er kjarninn. En, eins og ég sagði í þriðja
kafla væri betra að forðast að hugsa um heimspeki sem „grein“ með sínar
„kjarnaspurningar“ eða sérstakt félagslegt hlutverk. Það væri líka betra að
forðast þá hugmynd að heimspekileg yfirvegun eigi einhvern náttúrlegan
upphafsstað – að eitthvert undirsviða hennar megi sýna fram á að komi á
undan öðrum. Því frá sjónarmiði íronistans er ekki um neina „náttúrlega“
skipan að ræða í því hvernig við sýnum fram á sannfæringar eða réttlætum
langanir. Það er ekki heldur neitt sérstakt tilefni til að nota greinarmun á
rökfræði og mælskufræði, eða á heimspeki og bókmenntum, eða á skyn-
samlegum og óskynsamlegum aðferðum til að fá fólk til að skipta um skoð-
un.8 Eigi sjálfið sér engan miðpunkt, þá höfum við aðeins ólíkar leiðir til
8 Þar sem stórir hópar fólks deila kerfi sannfæringa og langana getur verið gagn-
legt að vísa til „skynsemi“ eða „rökvísi“ því að í slíkum tilvikum er aðeins átt við
viðtekin viðhorf og fólk minnt á þær grunnyrðingar sem hið viðtekna byggist á.
Í almennum skilningi geta hefðbundnar aðgreiningar frumspekinnar alltaf fengið
virðingarverða íroníska merkingu með félagsvæðingu af þessu tagi. Þá er litið svo á
að þær tákni ekki aðgreiningar á milli náttúrlegra tegunda (e. natural kinds) heldur
á milli aðstæðubundinna starfshátta eða vinnubragða sem verða til innan þeirra.
RIcHARD RoRTY