Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 235
234
siðferðilega – sem siðferðisverur, að það er „hægt að auðmýkja þær.“ Hann
skilur samstöðu manna í ljósi sameiginlegra ógna, en ekki svo að hún sé
byggð á einhverju sem menn eiga sameiginlegt eða á afli sem mannkynið
tengist á sama hátt.
En hvað þá með mína fyrri staðhæfingu: Að fólk vilji láta lýsa sér á
sínum eigin forsendum? Eins og ég hef slegið fram, þá er svar íronistans
við þessu að segja að við þurfum að gera greinarmun á endurlýsingu fyrir
einkavettvang annars vegar, opinberan vettvang hins vegar. Á einkavett-
vangi get ég endurlýst þér og öllum öðrum á forsendum sem tengjast ekki
á nokkurn hátt viðhorfinu sem ég kann að hafa til þjáninga þinna, mögu-
legra eða raunverulegra. Einkamál mín og sá hluti endanlegs orðaforða
míns sem er óviðkomandi því sem ég geri opinberlega, koma þér ekki
við. En þar sem ég er frjálslyndur felur sá hluti endanlegs orðaforða míns
sem varðar gerðir mínar af því tagi í sér þá kröfu að ég sé mér meðvitaður
um hvernig hægt er að auðmýkja aðrar manneskjur, sem ég gæti tengst
með athöfnum mínum. Þannig þarfnast frjálslyndi íronistinn sem mestra
ímyndaðra tengsla við ýmsar gerðir endanlegs orðaforða og mögulegt er,
ekki aðeins til að byggja sjálfan sig upp, heldur til að geta skilið raunveru-
lega og hugsanlega auðmýkingu þeirra sem nota þessar ólíku gerðir end-
anlegs orðaforða.
En frjálslyndi frumspekingurinn, aftur á móti, vill hafa endanlegan
orðaforða sem hefur innri gerð og lífræna, ekki orðaforða sem skilja má
í sundur eftir aðgreiningunni á einkamálum og opinberum málum, ekki
bútasaum. Hann heldur að viðurkenningin á því að allir vilja láta skilja sig
á eigin forsendum neyði okkur til að finna að minnsta kosti einn samnefn-
ara slíkra forsendna, eina lýsingu sem nægt geti hvort heldur er opinber-
lega eða á einkavettvangi, til sjálfslýsingar og til að lýsa tengslum manns
við aðra. Hann biður þess, eins og Sókrates, að innri maður og ytri séu
einn og samur – að engrar íroníu verði frekar þörf. Hann hneigist til að
trúa, með Platoni, að deildir sálarinnar samsvari deildum ríkisins og að
með því að greina á milli þess sem er sálinni eðlislægt og hins sem er það
ekki, færumst við nær því að greina á milli réttlætis og ranglætis í ríkinu.
Myndhverfingar af þessu tagi tjá þá sannfæringu frjálslynda frumspekings-
ins að frjálslynd mælskulist grundvölluð á frumspeki hljóti að vera kjarni
endanlegs orðaforða hvers frjálslynds einstaklings því að þar liggur sá hluti
hennar sem sýnir hið sameiginlega – sá sem gerir samstöðu mögulega.16
16 Habermas, til dæmis, freistar þess að bjarga einhverju af skynsemishyggju Upp-
lýsingarinnar með „Samræðukenningu um sannleika“ sem sýni að „siðferðilega
RIcHARD RoRTY