Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 233
232
Winston Smith stóð frammi fyrir þegar hann var handtekinn: Þeir möl-
brutu bréfapressuna hans og kýldu Júlíu í magann, og þannig hófst ferlið
sem miðaði að því að láta hann lýsa sjálfum sér með orðfæri o’Briens
frekar en með sínu eigin.15 Íronistinn sem krefst endurlýsingar með því
að ógna endanlegum orðaforða manns, og þar með getu hans til að átta
sig á sjálfum sér og gefa á sér skýringar á eigin forsendum, frekar en á for-
sendum hans, bendir til að sjálf manns, sá veruleiki sem hann hrærist, í sé
fánýtur, úreltur og vanmáttugur. Endurlýsing er oft auðmýkjandi.
En við skulum hafa í huga að endurlýsing og möguleg auðmýk-
ing af hennar völdum eru ekkert tengdari íronisma en frumspekinni.
Frumspekingurinn endurlýsir líka, jafnvel þótt það geri hann í nafni skyn-
seminnar frekar en ímyndunaraflsins. Endurlýsing er almennt einkenni
menntamannsins, ekki íronistans sérstaklega. Hvers vegna vekja íronistar
þá þessa sérstöku andúð? Vissa vísbendingu um hvert svarið gæti verið má
ráða af þeirri staðreynd að frumspekingurinn styður endurlýsingu sína
yfirleitt með rökum – eða, ef við notum lýsingu íronistans á því sem frum-
spekingurinn gerir, felur endurlýsingu sína undir yfirborði raka. En þetta
leysir engan vanda því rök eru, eins og endurlýsing, hlutlaus gagnvart
hvorutveggja frjálslyndi og stjórnlyndi. Sennilega birtist sá munur sem
talinn er skipta máli í því að með því að bjóða upp á rök til að styðja
endurlýsingu er áheyrendum tjáð að verið sé að uppfræða þá frekar en
bara endurforrita þá – að sannleikurinn hafi búið með þeim og aðeins hafi
þurft að draga hann fram, út í ljósið. Þegar endurlýsing er sett fram í því
skyni að sýna hið sanna sjálf viðmælandans, eða raunverulegt eðli hins
sameiginlega opinbera veruleika sem mælandi og viðmælandi deila, er gert
ráð fyrir að um valdeflingu þess sé að ræða sem lýst er upp á nýtt, ekki að
völd séu tekin af honum eða henni. Sú hugmynd styrkist við að því sé um
leið haldið fram að heimurinn, holdið, djöfullinn, kennarar eða félagsleg
kúgun hafi þröngvað upp á hann eða hana eldri og rangri lýsingu á sjálfum
sér. Sá sem snýst þannig til kristinnar trúar eða marxisma fær að upplifa
að endurlýsingin jafngildi því að hafa uppgötvað raunverulegt sjálf sitt eða
hagsmuni. Hann öðlast þá trú að með því að taka við endurlýsingunni inn-
sigli hann bandalag við öfl sem eru máttugri en nokkur þeirra sem áður
kúguðu hann.
15 Sjá George orwell, 1984, ísl. þýð. Þórdís Bachmann, Reykjavík: Ugla útgáfa, 2015
(þýð.).
RIcHARD RoRTY