Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 76
75
hann hirðmaður Ólafs Tryggvasonar, þ.e. lúffaði fyrir erlendu valdboði,
sem faðir hans hafði flúið.
Í raun er engu líkara en Bandaríkjamenn séu að skila okkur göll-
uðum (menningar)varningi þegar þeir gefa okkur styttuna. Leifur hefur
enga merkingu fyrir Íslendinga og raunar ekki Bandaríkjamenn held-
ur.59 Það veit hvert mannsbarn, annars staðar en á Íslandi, að það var
Kristófer Kólumbus sem fann Ameríku fyrstur Evrópumanna. Þessu gera
Bandaríkjamenn sér fyllilega grein fyrir og því voru uppi hugmyndir árið
1995 um að fjarlægja styttu af Leifi sem stóð við eina af stærstu breiðgötum
í Boston og setja í stað hennar minnisvarða sem „stæði borginni nær“.60
Greinarhöfundur segist vona að „Boston geti losað sig við ryðgaðar menj-
ar, sem endurspegla lítið annað en duttlunga, sérvisku eða tilviljanir […]
og reist styttur sem heiðra sannlega athyglisverða seinni tíma menn“.61
Ein helsta ástæðan fyrir því að menn vilja koma styttunni burt er sú að hafi
hann á annað borð stigið niður fæti í Boston „er öldungis víst að hann var
ekki um kyrrt“ – því spyr höfundur greinarinnar af hverju „ætti þá stytta af
honum að festa hér rætur?“.62 Raunar ætti sama röksemdafærsla, í báðum
tilfellum, við hér á landi. Það mætti jafnvel færa rök fyrir því að sú heppni
sem hefur haldið nafni Leifs á lofti sé ekki hans heldur skipbrotsmannanna
sem hann bjargaði frá drukknum – þetta sé rangnefni.63
Leifur sem táknmynd hetju eða afreksmanns sem er hlutaðeigandi í
59 nú mætti aftur á móti benda á þá staðreynd að umboðsmenn þekkingarinnar
(skáld, sagnaritarar, listamenn, menntamenn, o.s.frv.) á Íslandi á 20. öld hafi gert
sér táknrænan mat úr minningu Leifs. Það hefur t.d. verið nefnd eftir honum
millilandaflughöfn og skuggamynd hans prýðir merki félags ungra jafnaðarmanna
í Reykjavík. Það þýðir hins vegar ekki, að Leifur, sem söguleg/skáldleg persóna,
hafi haft nokkra „sanna“ merkingu fyrir Íslendinga né að hann sé hlutaðeigandi í
íslenskri menningu. Með góðum vilja mætti kalla Leif Íslending þau sárafáu ár sem
hann var barn en að draga af því þá ályktun að hann hafi lagt eitthvað til málanna
hér á landi er allt annar handleggur. Öllum verður að vera frjálst að leggja hvaða
merkingu sem þeir kjósa í hvaða tákn sem þau kjósa, hvort sem það eru ráðamenn
flugstöðva eða ungir jafnaðarmenn, en það þýðir ekki að þau hafi rétt fyrir sér. Elvis
Presley var og er t.d. talinn, kóngur af milljónum manna en það breytir því ekki að
í raun og veru var hann „aðeins“ skemmtikraftur.
60 Höfundur óþekktur, „Leif heppna burt frá Boston“, Morgunblaðið, 15. nóvember
1995, bls. 2.
61 Sama stað.
62 Sama stað.
63 Þó verður að játast að það er einhver skemmtileg karmahugsun í þessu: sá er hepp-
inn sem fær að bjarga öðrum, svipað og sá er ríkur sem gefur. Þakka Á. J. fyrir
ábendinguna.
TÝnDI SonURInn