Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 50
49
bara þeir „allra-smæstu“ heldur þeir „allra-smæstu / útaf fyrir sig“ „því nær
Paradísar-ígildi“ – „stundum [leturbr. mín]“.
En í næsta erindi er ekki annað að sjá en kveði við nýjan tón:
Þó ekki væri svo sem annað né meira
en rifja upp fyrir mér óvörum
eitthvurt harla afskekkt atvik
ellegar haglega gert smásmíði
sem gloprazt hafði niður í minninu
fyrir langa-löngu. (bls. 195)
Atvikið og smásmíðið sem nefnd eru geta leitt hugann að tímablikum
Wordsworths eða því sem hann nefndi „spots of time“.45 Hann gerði
ráð fyrir að minningarbrot úr fortíðinni, ekki síst úr bernsku, yrðu upp-
spretta sköpunarkrafts og endurlausnar þegar horft væri á þau úr nútíð-
inni; þau gæfu ímyndunarafli sem hefði skaddast endurnýjaðan þrótt.46 Í
Prelúdíunni segir hann m.a.:
There are in our existence spots of time,
That with distinct eminence retain
45 Tekið skal fram að leggja má tvenns konar skilning í „spots of time“, annars vegar
má líta svo á að um sé að ræða ,brot úr tíma‘, hins vegar má skilja tímann sem ger-
anda, þ.e. þann sem kemur auga á tiltekin atriði. Þýðingin nær ekki að túlka seinni
skilninginn en um hann sjá, Peter Larkin, „Wordsworth’s Maculate Exception:
Achieving the “Spots of Time”“, Wordsworth Circle 1/2010, bls. 30−35, hér bls.
30.
46 Sbr. yfirskriftina „The Prelude, Book Twelfth, Imagination and Taste: How Im-
paired and Restored“. Um tímablik Wordsworths hafa margir skrifað og þá m.a.
rætt um þau af sjónarhóli frásagnarfræði; sem hluta af leiknum er einkennir mann-
skepnuna eða með hliðsjón af trúarhugmyndum skáldsins, afstöðu þess til frönsku
byltingarinnar og eigin hlutverks sem ljóðskálds. Ólíkar gerðir Prelúdíunnar eru þá
einatt undir. Sjá t.d. Monique Morgan, „narrative Means to Lyric Ends in Wor-
dsworth’s ‘Prelude’“, Narrative 3/2008, bls. 298−330; Scott Harshbarger, „Imita-
tions and neoteny: Play and God in Wordsworth’s 1799 Prelude“, Philosophy and
Literature 1/2010, bls. 112–130 og Yu-san Yu, „The Fall-Redemption Theme and
the Function of the ‘Spots of Time’ in Wordsworth’s Prelude“, Concentric: Studies in
English Literature and Linguistics, 1/2002, bls. 99−131. Hópur vísindamanna hefur
líka kannað seinkunaráhrif í heilavirkni og reynt þannig að verða nokkru nær um
hugmynd Wordsworths um „tímablik“, sjá Stepan, Gabor, „Delay effects in brain
dynamics“, Philosophical Transactions of the Royal Society A: Mathematical, Physical
and Engineering Sciences 367, 1891/2009, bls.1059−1062.
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“