Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 45
44
ar.34 Samband mælanda og viðmælanda er að auki allt annað en í þeim
hluta yfirlýsingarinnar sem ljóðið á samtal við; nú er lesandi ávarpaður
beint og honum beinlínis uppálagt með kaldhömruðu orðfæri að fremja
morð. Skipunin eða fyrirmælin í boðhættinum, sem meðal annars er settur
í forgrunn með sefjandi endurtekningunni, leggur sitt til þess að íronían
verður nístandi. Hinn endurtekni boðháttur ýtir enda við gamalgrónum
römmum í kolli lesenda. Þeir rammar einkennast af fyrirmælum og endur-
tekningum og marka umfram annað siðferðisvitund almennings − og að
nokkru réttarkerfið − á Vesturlöndum en miðla gagnólíkum fyrirmælum:
„Þú skalt ekki morð fremja“, „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan
þig.“35 Rammaárekstrar kunna því að verða ansi harðir jafnframt því sem
sögulegt samhengi víkkar og spannar hartnær tvö árþúsund.
Í seinni hluta ljóðsins vekur réttarhaldaramminn upp hversdagslegan
samhengisramma − þ.e. glæpur kallar á refsingu − en í sömu mund rekast
þessir tveir á og draga einkum fram hið annarlega í mannlegum skiptum:
Ekki er nóg með að ljóðmælandi telji víst að aðrar manneskjur („vitnin“)
en viðmælandinn viti ekki af eða láti sig engu varða þó menn séu teknir af
lífi − tilviljunarkennt og án tilefnis; hann gerir að auki ráð fyrir að réttar-
kerfið („dómarinn“) leggi blessun sína yfir slík morð, og meti þau kannski
sem hvurn annan gjörning („tákn í listaverki“). Á þennan hátt er „ábyrgð“
einstaklingsins, sem Breton varð tíðrætt um, sett listilega á oddinn: stuðlað
er að því að lesendur hugleiði hvaða hlutverki þeir sjálfir kynnu að gegna í
heimi ljóðsins og hvernig þeim félli það hlutverk utan þess.
Þegar ljóðið birtist fyrst má ætla að það hafi ekki síst vakið upp hugrenn-
ingar um það sem frekast brann á mönnum um þær mundir, hin absúrdu
eftirstríðsár, t.d. kalt stríð og vígbúnaðarkapphlaup sem niðurstöðu seinni
heimsstyrjaldarinnar; fórnarlömb styrjaldarinnar sem böðla í Palestínu –
eða segjum hið tvíbenta í vopnuðum uppreisnum og byltingum þeirra sem
kúgaðir höfðu verið um langa hríð.36 En íronían í ljóðinu bítur fast og ýtir
ekki bara undir þanka um hervæðingu, kúgun, víg og vopnað andóf. Þetta
er íronía af því tagi sem vekur kaldahlátur, ef ekki hroll og óhug, meðal
annars af því að hvatning ljóðsins er hvorki bundin stað né tíma. Eburne
nefnir bæði verk Merleau-Pontys, Humanisme et terreur (Húmanisma og
34 Stefnuyfirlýsingar geta falið í sér fyrirmæli en sú er ekki raunin í brotunum sem
ljóð Sigfúsar kallast á við.
35 Sjá 2M, 20:13, og Mt 22:39, Biblían: Heilög ritning, Reykjavík: Hið íslenska biblíu-
félag, 1981.
36 Þessa ályktun byggi ég á samræðum mínum við fólk á 7. og 8. áratugnum.
BeRglJót S. KRiStJÁnSdóttiR