Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 198
197
sinni að saklausum einstaklingi og segir við skopmyndateiknara sem situr
við borð sitt að ef hann teiknar X þá týni maðurinn lífinu, þá hefur teikn-
arinn gilda ástæðu til að láta það ógert. „Af því að ég má það.“ Hann á
hins vegar sjálfsagða heimtingu á því að njóta verndar ríkisins, svo slíkar
aðstæður komi ekki upp.
Betur fer á því að taka mið af mens rea – þ.e. illum eða sekum hug –
þegar smíðuð er kenning um hvatningu til ofbeldis. Sjálf ætlun mælandans
verður að fela í sér hinar slæmu afleiðingar: mismunun, fjandskap, ofbeldi.
Kenningin gæti því verið eftirfarandi:
„M hvetur til X með því að tjá S“ er satt ef og aðeins ef til er áheyr-
andi A þannig að M tjáir S og ætlar
(1) að fá A til þessa að gera X, og
(2) A að bera kennsl á að M ætlar (1).
Köllum hana „ætlunarkenninguna“. Fyrri ætlunin er hin upplýsandi ætlun
og sú seinni samskiptaætlun, sem gerir athöfnina að réttnefndri málgjörð.
Sé þessi kenning lögð til grundvallar verður langtum erfiðara að gagnrýna
teikningar af Múhameð með alveg sama hætti og gert var hér fyrir ofan.
Ef skopmyndateiknari ætlaði sér, umfram allt, að stuðla að ofbeldi með
tjáningu sinni þá er hún sannarlega ámælisverð og ætti líkast til að vera
bönnuð með lögum. En ásetningurinn er jafnan göfugri en svo.
Lög og samningar sem hefta tjáningarfrelsi virðast því stundum þurfa
að fela í sér – beint eða óbeint – einhvers konar skilyrði um mens rea. og
af þessu leiðir að það getur verið afar erfitt að setja tjáningunni skýrar
skorður. Sem er gott og blessað. Eigi að síður er mikilvægt að halda í þá
hugmynd að vísvituð og hatursfull hvatning til ódæðisverka gagnvart ein-
stökum hópum samfélagsins eigi að að vera bönnuð og refsiverð. Aðrar
lagaskorður sem ekki byggja á mens rea geta þó verið óbeinar, sérstaklega
í lögum sem kveða á um að maður beri ábyrgð á því tjóni sem hann kann
að hafa valdið með gjörðum sínum. Slík lög krefjast ekki alltaf niðurstöðu
um tilgang eða ásetning.
En af hverju er svona miklu flóknara að útskýra hvers vegna ofbeld-
ishvetjandi málgjörð er ámælisverð heldur en að útskýra af hverju athafnir
almennt sem ýta undir ofbeldi eru það? Hér getur ætlunarhyggjan, að
mínum dómi, hjálpað okkur töluvert til skilnings. Hvers konar athöfn,
sem ekki er beinlínis málgjörð, hefur það að markmiði að fá einhvern
til að fremja ódæðisverk? Fyrst og fremst athafnir sem fela í sér blekk-
HVEnÆR HVETJA oRð TIL oFBELDIS?