Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 264
263
toga eða sýnt fram á andstæð sannindi við þau sem haldið er fram, og
opnað þannig augu fólks fyrir möguleika valkosta. Þannig hefur hún áhrif
í raunheimum. Þökk sé títtnefndri getu íroníunnar til að skapa eða styrkja
lokaðan hóp þeirra sem skilja hana, getur hún ýtt undir samstöðu meðal
hinna veiku, þótt hún geti einnig orðið til þess að örva íroníu, háð eða eitt-
hvað þaðan af verra sem krók á móti bragði af hálfu hinna sterku. Hvort
íronía geti leitt til skilvirkra aðgerða veltur vitanlega á endanum á aðstæð-
um: hvers konar harma um sé að ræða, flækjustiginu, fjarlægð milli aðila
og hvort íronían er eina „vopnið“ sem þeir sem eiga harma að hefna geta
eða munu nota. Því eins og Marcus minnir okkur á með því að rifja upp
hugmynd Ulrichs Beck um „nútímavæðingu viðbragðanna“ einkennist
nútíminn af lífi við stöðuga áhættu sem ógnar þeim hefðbundna valkosti
jafnvel þeirra sem fremst standa til að beita sér í þágu bættra aðstæðna í
fyrsta og öðrum heiminum.57
Í öllu falli er hið djúpa álitamál hér hlutverk íroníu í að virkja eða slá á
siðferðilegt ímyndunarafl og hvernig það verkar á heiminn að slegið sé á
það eða það virkjað. Annars vegar gætum við tekið nietzsche sem dæmi,
íronískastan af öllum heimspekingum og þann sem notaði stórbrotið
ímyndunarafl sitt til að færa rök gegn öllum hefðbundnum siðferðilegum
skyldum. En erfitt er fyrir nokkurn mann að sjá jákvæða pólitíska stefnu
í siðferðilegum níhilisma nietzsches, jafnvel þótt heimspekingurinn hafi
sjálfur litið á sig sem „lausnara menningarinnar“.58 Á hinn bóginn, sé hug-
myndafræðileg ofurskuldbinding og ofursjálfstraust – eða öll oflætisein-
kenni flokkshollustu – álitin uppspretta helsta pólitíska böls í heiminum,
er ástæða til að hafa skeikulleikann,59 og tilfinninguna um fallvaltleika
57 Ulrich Beck, Anthony Giddens og Scott Lash, Reflexive Modernization: Politics,
Tradition and Aesthetics in the Modern Social Order. Stanford: Stanford University
Press, 1994.
58 Um hina átakakenndu og afhjúpandi „lausnaráætlun“ sem greint er frá í Af sifjafræði
siðferðisins (sjá Daniel W conway, „comedians of the Ascetic Ideal: The Perform-
ance of Geneology“, The Politics of Irony: Essays in Self Betrayal, ritstj. Daniel W.
conway og John E. Seery. new York: St. Martin’s Press, 1992, bls. 73–95.) Rétt er
að vekja sérstaka athygli á undirtitlinum sem vísar til tengsla íronísks viðhorfs og
pólitískrar skuldbindingar.
59 Ricoeur kannaði hugtakið „skeikulleiki“ (e. fallibilism) í riti sínu Hinn skeikuli maður.
Lokaorð Ricoeurs eru: „Að segja að maðurinn sé skeikull er að segja að hið illa
eigi upptök sín í þeim frumbreyskleika veru að vera ósamkvæm sjálfri sér“ (Paul
Ricoeur, „The Metaphysical Process as cognition, Imagination and Feeling,“ On
Metaphor, ritstj. Sheldon Sacks. chicago: University of chicago Press, 1979, bls.
146).
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“