Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 59
58
það ekki (pólitískri) hugsun hennar á þessum tíma að láta líkneski þessara
tveggja manna standa hlið við hlið.2
Styttur og vörður eru samkvæmt öllu fyrrgreindu ekki hlutlaus líkneski.
Þær geta verið merkingarbærar út af fyrir sig eða eftir samhengi, hluti af
stærri heild og yrðing ákveðinnar raddar. Hver varða/stytta/bygging/tákn-
mynd getur jafnframt sagt sína eigin sögu og verið fánaberi ákveðinnar
hugmyndar, eða hugmyndafræði.3 Umræðan sem átti sér stað í kringum
stytturnar átti sér ekki fagurfræðilegar skýringar þar sem menn deildu um
hvort ein styttan væri í rangri hlutfallsstærð miðað við aðra eða hvern-
ig útlínur þeirra bæri við sjóndeildarhringinn. Þessar deilur ristu dýpra.
Hér má sjá tilraun ráðamanna í Reykjavík til þess að taka ákveðna merk-
ingarbæra þætti innan borgarinnar og hliðra þeim með það fyrir augum að
skrifa borgina – sögu hennar – upp á nýtt.4 Þetta eru tilburðir til þess að
umbreyta setningagerð Reykjavíkur svo hún samræmist betur nýju hugar-
fari og nýjum tímum. Uppstokkun setningagerðarinnar og endurröðun
táknmynda býður upp á annan lestur þar sem stytta verður myndan (e.
2 Marion Lerner hefur bent á að menningarlegt minni er ekki „bundið afmörkuðum
hópi“ sem á sér sameiginlega lífsreynslu heldur er það bundið við „tiltekna viðmið-
unarpunkta í fortíðinni“. Í þessu samfélagslega/-eiginlega menningarminni þjapp-
ast munuð saga, fremur en „raunveruleg“ í táknrænar myndir sem samfélagið notar
til þess að „treysta sjálfsmynd sína“. Menningarlegt minni er ennfremur bundið
í form og tekur á sig hlutgervi sem er „bundið afurðum mannlegrar hugsunar“.
Skýrustu dæmin um þessi hlutgervi eru „minnismerki og minnisvarðar“. Sjá: Mar-
ion Lerner, „Staðir og menningarlegt minni: Um ferðalýsingar og vörður“, Ritið
1/2013, bls. 9–28, hér bls. 12–14.
3 Margir fræðimenn hafa skrifað um merkingu minnismerkja, má þar m.a. nefna:
Erika Doss, The Emotional Life of Contemporary Public Memorials: Towards a Theory of
Temporary Memorials, 2008 og Memorial Mania: Public Feeling in America, 2010. Inga
Adriansen, Erindringssteder i Danmark: Monumenter, Mindesmærker og Mødesteder,
2010. Avital Shein, Monuments as a National Practice: The Dilemmas of Liberal
Nationalism, 2007. James E. Young, The Texture of Memory: Holocaust Memorials and
Meaning, 1993. Eins má benda á Ritið 1/2013 þar sem má finna fjölda greina eftir
íslenska fræðimenn um minni og minnisvarða.
4 Roland Barthes taldi að borg væri orðræða og tungumál út af fyrir sig. Hann var
þeirrar skoðunar að borgin og íbúar hennar ættu í gagnkvæmum samræðum, að
íbúar borga yrtu þær með því að dvelja í þeim, með því að ganga um götur og virða
þær fyrir sér. „The city is a discourse and this discourse is truly a language: the city
speaks to its inhabitants, we speak our city, the city where we are, simply by living
in it, by wandering through it, by looking at it“. Roland Barthes, „Semiology and
the Urban“, þýð. Richard Howard, Rethinking Architecture: A Reader in Critical
Theory, ritstj. neil Leach, London; new York: Routledge, 2005, bls. 158–172, hér
bls. 160.
KJaRtan MÁR óMaRSSon