Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 252
251
gripsmeira rof almennrar umræðu um hvað það er að vera mennskur. Þessi
takmörkun á því hve langt rannsóknir eiga að geta náð hlýtur að virðast
íronísk í augum mannfræðinga, þegar haft er í huga að sérsvið okkar er í
raun og veru að öðlast þekkingu á því sem mennskt er.
Í þessu samhengi getum við minnst hér á „íroníu sjálfrar hugtakamynd-
unarinnar“, íroníu sem Borges kemur inn á í sögu sinni „Sá minnugi
Funes“,33 sem oft er vitnað til. Þetta er saga um mann sem bjó yfir þeirri
hæfni (eða vanhæfni, eins og kemur í ljós) að muna allt í smáatriðum sem
fyrir hann kom. 34 Svo gríðarlega umfangsmikið minni heftir getu okkar
til að hugsa í hugtökum, en, eins og höfundur bendir á, er forsenda þess
að við getum greint nauðsynleg og nægjanleg skilyrði flokkunar, að við
gleymum eða vanrækjum mörg smáatriði eigin reynslu. Íronían er sú, að
hugsun krefst gleymsku. og það er íronískt vegna þess að það sem við
höfum gleymt eða skilið útundan getur alltaf komið aftur, á einn eða annan
hátt, og fest sig í sessi, óvart eða af ásettu ráði. Iðulega, og kannski er það
grundvallaratriðið, er íronía að efast viðtekna flokkun hvað talið sé með
og hvað útilokað, og íronistinn er sá eða sú eða sá hópur sem borið hefur
skarðan hlut frá borði í flokkuninni og er neyddur til að beita íroníu til að
setja fram efasemdir um að flokkunin standist.
Það er einmitt þessi íronía, sem birtist í því hvernig hugtakaferli eru
flokkuð, sem gengur aftur og ásækir þá hugsandi og eflir vald þeirra sem
hafa á einn eða annan hátt verið skildir eftir, eða fallið í ónáð, með hug-
takamyndun sem skapar forréttindi, nokkurs konar „gleymska“, sem
„hetju“-elíta hefur þröngvað upp á samfélagið. (Hér er hetjuhugtakið
notað í skáldlegum skilningi Vicos á „hetjum með getu til ímyndunar,“ en
hæfileikar þeirra skapa öðrum félags- og menningarheima fyrir aðra að lifa
í). Fyrst hér er vísað í skáldskaparvísindi Vicos og skilning hans á hreyfiafli
Hegel og Marx lýstu. Richard Rorty notar hugtakið „endanlegur orðaforði“ í bók
sinni Hending, íronía og samstaða (Richard Rorty, Contingency, Irony, and Solidarity.
new York: cambridge University Press, 1989) um safn orða sem allar manneskjur
„nota til að réttlæta gjörðir sínar, sannfæringu og lífsmáta.“ (Sjá „Einkaíronía og
von frjálslyndisins“, í þessu hefti bls. 212).
33 Jorge Luis Borges, Ficciones. Buenos Aires: Emecee Editores, S.A, 1956.
34 Þau textabrot sem skipta máli í þessu samhengi hljóða svo: „„Minni mitt, herra
minn, er eins og öskuhaugarnir.“ […] Mig grunar samt að hann hafi ekki verið
mjög hæfur til þess að hugsa. Að hugsa er að sleppa því ómerka, alhæfa, hugsa
óhlutstætt. Í ofhlaðinni veröld Funesar var ekkert að finna nema smáatriði, og nærri
samvaxin öll“ (Jorge Louis Borges, „Sá minnugi Funes“, Blekspegillinn: Sögur. Sigfús
Bjartmarsson þýddi. Reykjavík: Mál og menning, 1990, bls. 67 og 70).
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“