Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 19
18
heldur virðir þær fyrir sér eins og frá ólympstindi sem íronían hefur reist
honum.38 Um leið dregur athugasemd hans fram það tvísæi sem liggur í
þeim kringumstæðum að hinn friðsami Þórður leysingjason sé skyndilega
orðinn vígamaður og þar með ef til vill fáránleikann í húskarlavígunum
sjálfum. Með Skarphéðni skapar höfundurinn áheyrendum sínum þannig
möguleika á að vera í senn í hringiðu húskarlavíganna (eins og Bergþóra
og Hallgerður) eða svolítið fyrir utan og ofan þau (eins og Skarphéðinn, að
minnsta kosti um sinn). Schlegel hefði sennilega líkað vel við húskarlavíg-
in: þau eru í senn þrungin alvöru og kátínu.
3. 44. kapítuli: Einn hátindur sögunnar er þegar Bergþóra eggjar
syni sína eftir að hafa sagt þeim frá taðskegglingafyndni Hallgerðar og
Skarphéðinn svarar með orðunum: „Gaman þykkir kerlingunni at, móður
várri“ („at erta oss“ er bætt við í handritum af Z-flokki). Aftur glottir hann
en núna svitnar hann líka og fær rauða flekki í kinnarnar og þannig skapast
dramatískt tvísæi: kæruleysið sem skín af orðum hans vitnar ekki um hið
raunverulega sálarástand Skarphéðins. Hann hefur líka tekið fram að hann
hafi ekki það „kvenna skap“ að hann reiðist við öllu en ef marka má svitann
og flekkina reiðist hann samt og þannig skapast meiri íronía í kringum-
stæðunum: sá sem ekki segist reiðast, reiðist víst – og hefur þar með dæmt
sjálfan sig sem konu.39 Sjálf orð Skarphéðins eru í sama dúr og fyrri setn-
ingar hans, hann reynir enn að fjarlægja sig og standa utan við atburðina
sem kaldhæðinn dómari. Auðvitað er Bergþóru full alvara en ekkert gaman
og það vita allir; það eru ólíkindalæti þegar Skarphéðinn reynir að láta eins
og atburðarásin sé fjarri því jafn alvarleg og hún sannarlega er. Ytri merki
sýna þó að það hefur ekki tekist. Skarphéðinn er núna orðinn þátttakandi
þó að orðræða hans einkennist áfram af íroníu. Það bendir til þess að íron-
ían sé honum ákveðinn skjöldur eða brynja eins og Einar Ólafur Sveinsson
hefur lagt til,40 og það mikilvæga hlutverk íroníu í grimmum heimi ber
ekki að vanmeta. Um leið má draga þá ályktun að það sé engan veginn víst
að hann sé innst inni hlutlaus eða fjarlægur. Ef til vill er hér gott dæmi um
38 Sjá Miller, ‘Why is Your Axe Bloody?’, bls. 244: „He acts as if others bored him, or
only slightly better, as if he found them trivially amusing.“
39 Það er ef til vill ekki síst vegna þessa atriðis sem túlkendur hafa gjarnan skilið
Skarphéðin sem sérstaklega mikla tilfinningaveru, frá Einari Ólafi Sveinssyni (sjá
nmgr. 40) og áfram.
40 Einar Ólafur Sveinsson, Á Njálsbúð: Bók um mikið listaverk, Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1943, bls. 116. Hann notar ekki hugtakið íronía heldur „kæruleysi
og háð“ og telur háðið ná yfir „ólíkindalæti, hálfkæring, beiskju, logandi sáryrði,
óþvegnar skammir“.
ÁRMAnn JAKoBSSon