Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 226
225
að flétta nýjar mögulegar sannfæringar og langanir saman við vefina sem
fyrir eru. Eina mikilvæga pólitíska aðgreiningin á þessu sviði er á milli
valdbeitingar og sannfæringarkrafts.
Habermas og aðrir frumspekingar sem eru tortryggnir á hugmyndina
um að heimspeki sé bara „bókmenntaleg“, telja að pólitísk réttindi frjáls-
lyndishefðarinnar byggi á því að sameiginlegur skilningur ríki að nokkru
leyti um hið sammannlega. Við íronistar, sem einnig aðhyllumst frjáls-
lyndi teljum ekki þörf fyrir neitt sammæli um slík réttindi sem ristir dýpra
en að þau séu almennt talin eftirsóknarverð. Frá okkar sjónarhorni eru
frjálslynd stjórnmálaviðhorf einungis háð þeirri útbreiddu sannfæringu að
„sönn“ eða „góð“ sé einfaldlega haft yfir niðurstöðu frjálsra umræðna –
með öðrum orðum að ef við tryggjum pólitískt frelsi, þá sjái hið sanna og
hið góða um sig sjálft.
Með „frjálsum umræðum“ er ekki átt við umræður sem eru „lausar við
hugmyndafræði“ heldur einfaldlega þær umræður sem fara fram þegar
fjölmiðlar, dómstólar og háskólar njóta frelsis, frjálsar kosningar fara fram,
félagslegur hreyfanleiki er hraður og greiður, lestrarkunnátta er almenn,
margir njóta æðri menntunar og friður og efnahagur gefa kost á þeim
frítíma sem fólk þarf að hafa til að geta varið tíma sínum til að heyra ólík
sjónarmið og kynna sér kosti þeirra og galla. Ég deili með Habermas þeirri
sýn sem ættuð er frá charles Peirce að eina almenna lýsingin á þeim sann-
leiksskilyrðum sem við beitum sé að þau felist í „óbjöguðum boðskiptum,“9
en á hinn bóginn er ég ekki viss um að margt sé um það að segja hvað telja
megi „óbjagað“ annað en „það sem gerist þegar stofnanir samfélagsins eru
lýðræðislegar og í starfhæfu ástandi.“
Það félagslega bindiefni sem heldur saman frjálslyndu kjörsamfélagi
sem lýst var í kaflanum hér á undan felst ekki í miklu öðru en sátt um
að tilgangur félagslegs skipulags sé að allir eigi kost á sjálfssköpun eftir
því sem geta og hæfileikar leyfa, og að slíkt markmið þarfnist viðtekinna
„borgaralegra réttinda“ auk friðar og þokkalegra efna. Þessa sannfæringu
ætti ekki að byggja á sýn á sammannleg gæði, mannréttindum, eðli skyn-
seminnar, hinu góða fyrir manninn né neinu öðru. Þetta væri sannfæring
sem ætti engar dýpri rætur en þær sögulegu staðreyndir sem benda til að
9 Þetta þýðir ekki að „sannur“ þýði „það sem verður ofan á við lok rannsóknar.“ Sjá
gagnrýni á þessa kenningu Peirce í Michael Williams, „coherence, Justification
and Truth,“ Review of Metaphysics 34 (1980), bls. 243–272. Einnig annan hluta
greinar minnar „Pragmatism, Davidson and Truth“ í Ernest Lepore (ritstj.), Truth
and Interpretation: Perspectives on the Philosophy of Donald Davidson, bls. 333–355.
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS