Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 164
163
samhengi. Pierre Bourdieu og L. Wacquant 24 hafa þar gagnrýnt hvernig
sértækar bandarískar hugmyndir um kynþætti fá sess sem algildur rammi
(e. particularism universalized) fyrir rannsóknir á kynþáttafordómum.
Evrópskir fræðimenn hafa meðal annars bent á hvernig hugmyndir um
hvítleika hafa að einhverju leyti þróast á annan hátt innan Evrópu en í
Bandaríkjunum,25 þar sem kynþáttahyggja er ofin saman við hugmynd-
ir á borð við stöðu Evrópu sem vöggu siðmenningar og hugmynda um
nývæðingu. Í Bandaríkjunum hefur hins vegar verið lögð megináhersla
á andstæðu parið svartur og hvítur í tengslum við sögu þrælahalds og
aðskilnaðarhyggju.26 Hér má benda á mikilvægi hugmynda femínista um
skörun (e. intersectionality) en þær hafa reynst sérlega gagnlegar til að skilja
kynþáttahugmyndir í evrópsku samhengi vegna þeirrar áherslu að taka
þurfi tillit til skörunar ólíkra þátta sjálfsmynda, svo sem litarhafts, kyns,
trúarbragða, kynhneigðar og stéttarstöðu.27
Jafnframt má benda á valdatengsl milli ólíkra landa Evrópu þar sem
sum þeirra hafa sterkari stöðu sem hluti af Evrópu en önnur. Þannig má
heldur ekki álykta sem svo að alls staðar í Evrópu hafi kynþáttahyggja
þróast á sama hátt.28 Ef við tökum Ísland sem dæmi drógu ímyndir Afríku
á Íslandi undir lok 19. aldar og upphaf þeirra tuttugustu dám af orðræð-
um annars staðar hvað varðar kynþáttafordóma. Íslenskir menntamenn
tóku upp nokkuð gagnrýnislaust meginþemu kynþáttahyggju frá Evrópu
og Bandaríkjunum, þar sem svörtum Afríkubúum var til dæmis oft lýst á
niðrandi hátt en samhliða stóðu þessar hugmyndir þó í flóknu samspili
við hugmyndir Íslendinga um stöðu þeirra sjálfra í alþjóðasamfélaginu.
Þessar sömu orðræður sneru þannig ekkert sérstaklega að því að skapa sér-
stöðuna „hvítur“ andstætt „svartur“ heldur að mjög stórum hluta að skilja
stöðu Íslands sem danskrar hjálendu og þjóðar sem segðist eiga rétt á að
24 Pierre Bourdieu og Luic Wacquant, „on the cunning of Imperialist Reason“,
Theory, Culture and Society, 16 (1) 1999, bls. 41–58.
25 Philomena Essed og Sandra Trienkens „Who wants to feel white? Race, Dutch
culture and contested Identities“, Ethnic and racial studies, 31 (1) 2008, bls.
52–72.
26 Sama rit.
27 Kimberlé Williams crenshaw, „Intersectionality and Identity Politics: Learning
from Violence against Women of color“, Reconstructing Political Theory: Feminist
Perspectives, ritstj. Mary Lyndon Shanley og Uma narayan, University Park, PA:
Pennsylvania State University Press, 1994, bls. 178–193.
28 Kristín Loftsdóttir, „Endurútgáfa negrastrákanna: Söguleg sérstaða Íslands, þjóð-
ernishyggja og kynþáttafordómar“, Ritið, 13 (1) 2013, bls. 101–124.
ÚTLEnDInGAR, nEGRASTRÁKAR oG HRYðJUVERKAMEnn