Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 51
50
A renovating virtue […]47
Þessum orðum mætti snara lauslega svo:
Það eru í tilvist manna tímablik
sem tekst af stöku ágæti að geyma
dyggð sem endurnýjar […]
Prelúdía hins trúaða Wordsworths hefur verið tengd hefð hjarðljóða en
er þó umfram annað epískt og sjálfsævisögulegt ljóð.48 Það fellur að langri
hefð texta, allt frá Játningum Ágústínusar þar sem í fyrirrúmi er sjálfið sem
reynir að réttlæta eigin gerðir, leitar fyrirgefningar á breyskleikum manns-
ins og les fortíðina sem handarverk guðs þannig að hún vitnar öðru fremur
um náð hans.49
Kvikni tengsl við Prelúdíu Wordsworths í huga lesenda geta af þeim
sprottið óvenjumargvíslegir þankar, bæði af því að enska kvæðið er langt
og til í ýmsum gerðum, auk þess sem menn hafa túlkað það á gagnólíka
vegu.50 Hér skal þó aðeins drepið á fáein atriði og frekast sótt í gerðina frá
47 William Wordsworth, „The Prelude, Book Twelfth, Imagination and Taste, How
Impaired and Restored“, Complete Poetical Works, 208−210.
48 David Miall kallar t.d. Prelúdíuna „helsta afsprengi“ (e. major offspring) hjarð-
ljóðahefðarinnar, sjá David S. Miall, „Wordsworth and “The Prelude”: The Pro-
blematics of Feeling“, Studies in Romanticism, 2/1992, 233 −253, hér bls. 240. Aðrir
hafa rætt um hvernig Wordsworth láti hefðbundna hjarðljóðahefð lönd og leið í
ljóðinu og/eða geri upp við hana í nafni raunverulegra kynna af smaladrengjum, sjá
t.d. Paul Alpers, „What is Pastoral?“, Critical Inquiry, 3/1982, bls. 437–460, hér bls.
444−445 og Glen W. Most, „Daphnis in Grasmere: Wordsworth’s Romantic Pastoral,“
Cabinet of the Muses, ritstj. M. Griffith og D. J. Mastronarde, [1990 Scholars Press,
bls. 361−385], http://escholarship.org/uc/item/97b6b6m2, bls. 363, , bls. 363, sótt 30.4.
2014. Loks má nefna að Mark Jones tekur bæði dæmi af Michael og Prelúdíunni þegar
hann stingur upp á að það sem Wordsworth nefnir „hjarðljóð“ skuli lesið íronískt eða
sem paródía í skilningi Bakhtíns, sjá Mark Jones, „Double Economics: Ambivalence
in Wordsworth’s pastoral,“ Publications of the Modern Language Association of Am-
erica 5/1993, bls. 1098−1113, hér bls. 1099.
49 Sbr. t.d. Lucy newlyn, „‘The noble living and the noble dead: community in The
Prelude“, The Cambridge Companion to Wordsworth, ritstj. Stephen Gill, cambridge:
cambridge University Press, 2003, bls. 55−69, hér bls. 55−56.
50 Handritin eru þrettán og þekktustu gerðirnar frá 1799, 1805 og 1850 (sú gerð var
að mestu fullgerð 1839 en gefin út af ættingjum og erfingjum Wordsworths með
leiðréttingum og breytingum). Sjá Stephen Gill, „The Prelude“, William Words-
worth’s The Prelude: A Casebook, oxford og new York: oxford University Press,
bls. 3−40 (um handrit Prelúdíunnar, einkum bls. 3−20). Margir hafa litið svo á að
Wordsworth væri veraldlegur húmanisti fremur en sanntrúaður, sjá t.d. William
BeRglJót S. KRiStJÁnSdóttiR