Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 147
146
Henderson, sem rökstyður þessa hugmynd í nýútkominni grein25, kall-
ar þetta framköllunarkenninguna (e. emergent compatibilism), en aðrir mál-
svarar svipaðra hugmynda eru Samir okasha,26 Timothy McGrew27 og
áðurnefndur Peter Lipton.28 Að mínu mati hefur framköllunarkenningin
margt til síns ágætis. En ég tel eigi að síður að hún dugi ekki ein og sér til
að gera grein fyrir hlutverki skýringargæða í bayesískri þekkingarfræði.
Til að gera grein fyrir gagnrýni minni þurfum við í raun ekki að kafa
djúpt ofan í framköllunarkenninguna sjálfa og mismunandi útfærslur á
henni. Það fyrsta sem ég hef við kenninguna að athuga er að ég tel hana
ýkja sambandið milli líkinda og skýringargæða. Samkvæmt framköllun-
arkenningunni haldast líkindi og skýringargæði alltaf í hendur, þannig að
auknar líkur eru samfara auknum skýringargæðum. Í þessu felst þá að ef tvær
tilgátur hafa einhvern tiltekinn skýringareiginleika, svo sem einfaldleika, í
misríkum mæli en eru að öðru leyti eins hvað skýringareiginleika varðar, þá
sé einfaldari tilgátan óhjákvæmilega líklegri. Við getum orðað þessa afleið-
ingu framköllunarkenningarinnar þannig að einfaldleiki, og reyndar einnig
aðrir skýringareiginleikar, auki alltaf líkurnar á að tilgátur séu sannar.
Hér er einfalt dæmi sem sýnir að mínu mati fram á að þessi afleiðing
fái ekki staðist. Setjum svo að sjúklingur heimsæki heimilislækni sinn og
kvarti við hann yfir síþreytu. Læknirinn, sem hefur mikla reynslu og þekk-
ir vel til sjúklingsins, veltir fyrir sér orsökum síþreytunnar í þeim tilgangi
að eyða þeim eða draga úr virkni þeirra. Læknirinn veit mætavel að orsakir
síþreytu eru yfirleitt flóknar – þegar kemur að síþreytu er sannleikurinn
sjaldnast einfaldur. Hann segir því ekki við sjúklinginn, né gengur hann út
frá því í frekari rannsóknum sínum, að einungis ein orsök sé fyrir síþreyt-
unni. Þess í stað gengur hann út frá því að líklega séu margar orsakir fyrir
síþreytu sjúklingsins og meðal þeirra kunni að vera hreyfingarleysi, streita
og óhollt mataræði. Ef við gefum okkur að læknirinn sé ekki á villigötum,
25 Leah Henderson, „Bayesianism and Inference to the Best Explanation”, British
Journal for the Philosophy of Science 65/2014, bls. 687–715.
26 Samir okasha, „Van Fraassen’s critique of Inference to the Best Explanation“,
Studies in History and Philosophy of Science 31/2000, bls. 691–710.
27 Timothy McGrew, „confirmation, Heuristics, and Explanatory Reasoning“, British
Journal for the Philosophy of Science 54/2003, bls. 553–567.
28 Hér á eftir verður stuðst við framköllunarkenningu Hendersons, enda setur hún
fram nýjustu og nákvæmustu útgáfu kenningarinnar til þessa. Rétt er að taka
fram að okasha, McGrew og Lipton setja ekki fram sérlega nákvæmar útgáfur af
framköllunarkenningunni og því er erfitt að meta hvort þær standist skoðun í ljósi
þeirrar gagnrýni sem ég set fram í þessum kafla.
FinnuR dellSén