Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 11
MÚLAÞING
9
Hamragarðahlíð Valþjófsstaðafjalls, regluleg stigahlíð, grasi og skógi vaxin
milli beltanna. í skógarrunna við fjallsrœtur er félagsheimilið Végarður ífelum,
en upp af því liggur Tröllkonustígur, óglöggur á myndinni, skáhallt gegnum
klettabelti fjallsins. Mynd: Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir.
Valþjófsstaður hefur verið kirkjujörð frá því seint á 12. öld og margir
prestar setið staðinn. Hjörleifur Þórðarson (1743-86) var latínuskáld,
þýddi m.a. Passíusálmana á latínu, var mikill búmaður og átti marga af-
komendur. Vigfús Ormsson (1789-1835) var talinn fjárríkasti maður
Austurlands á sinni tíð og er sagt að sauðfjártala hans hafi nálgast 1000
þegar best lét. Meira að segja er tekið svo til orða að hann hafi verið
mesti bóndi sem nokkru sinni hafi búið á Héraði. Hann endurbyggði
flest hús á staðnum, bætti fjárstofn sinn með því að ætla ám vetrar- og
vorfóður. Fyrir búnað sinn hlaut hann silfurpening frá dönsku stjórninni.
Þess ber að geta að Valþjófsstaðarjörð er afbragðsbújörð með miklu
undirlendi og feiknarlegum afréttum. Þar er mjög fagurt og hraunlögin í
Valþjófsstaðarfjalli mynda formfallega stalla hvern upp af öðrum.
Valþjófsstaður var eitt af höfuðbólum Svínfellinga á 13. öld. Þar bjó
Þórarinn Jónsson, faðir Þorvarðar og Odds. I heimildum er getið um
mikinn skála á Valþjófsstað og mun Valþjófsstaðarhurðin fræga upphaf-
lega hafa verið fyrir skáladyrum og ekki ólíklegt að hún sé frá tíð Þórar-
ins Jónssonar. Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður, hefur getið þess
til að Randalín Filippusdóttir, kona Odds Þórarinssonar, hafi skorið