Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 15
MÚLAÞING
13
enginn þeirra, að einum undanskildum, hefur farið þaðan til annars
brauðs. Sá eini sem fór var Hjálmar Guðmundsson, síðar prestur á Hall-
ormsstað, enda sérstæður maður. Nefna má Ólaf Indriðason sem þar var
prestur 1832-61. Synir hans Páll Ólafsson skáld og Jón Ólafsson rit-
stjóri, stjómmálamaður og skáld, ólust upp á Kolfreyjustað, var Jón
raunar líka fæddur þar.
Dýrlingur Kolfreyjustaðarkirkju var heilagur Sixtus, sá sem sendi
Patrek hinn helga til írlands og Patreksfjörður á íslandi er kenndur við.
Kolfreyjustaður er austan megin Fáskrúðsfjarðar og er þaðan hin feg-
ursta útsýn yfir fjörðinn sem umkringdur er einhverjum tignarlegustu
tindum í Austfjarðafjallgarðinum. Staðurinn er talinn draga nafn af
skessunni Kolfreyju.
Hólmar í Reyðarfirði hafa verið kirkjustaður a.m.k. frá 14. öld. Á 19.
öld sat þar merkispresturinn Gísli Brynjólfsson frá Heydölum. Gísli var
afburðanámsmaður og mikill lærdómsmaður. Hann var doktor í norræn-
um fræðum og fjallaði ritgerð hans um rúnir. En séra Gísli kembdi ekki
hærurnar því að 33ja ára að aldri drukknaði hann úti fyrir Hólmum þeg-
Hólmar voru prestsetur í Reyðarfjarðarlireppi hinumforna sem náði yfir strand-
lengjuna frá og með Eyri á suðurströnd fjarðarins og norður á Gerpi. Jörðin
dregur nafn af varphólmunum í firðinum sunnan við Hólmaháls og það voru
þessir hólmar sem gerðu staðinn að eftirsóknarverðu brauði með dúntekju og
matföngum aflunda. Hólma-örnefnin eru mörg, bœjarnafnið, tindurinn, hálsinn,
nesið, ströndin og eftil villfleiri. Mynd: Á. H.