Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 19
MULAÞING
17
Fólkið
Samgöngur okkar tíma og greið tengsl milli byggðarlaga valda því að
sérkenni íbúa einstakra landshluta hafa að mestu þurrkast út. Þó má í
sumu greina viss einkenni.
En fyrri tíðar menn voru ekki í vafa um sérkenni Austfirðinga og
Austur-Skaftfellinga. í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
frá sjötta tug 17. aldar er að finna álit þeirra á íbúum landshlutanna. Þar
kemur fram að menn í öðrum landsfjórðungum telji Austfirðinga og
Skaftfellinga vera sérkennilega bæði í framburði málsins, dagfari og
kurteisisvenjum. Um menn á Austurlandi segir hann: „Þeir hafa bæði
haldið fomum siðum og lifnaðarháttum og tungu sinni hreinni og ó-
breyttri öðrum landsmönnum frernur." Vitnar Eggert í þá Árna Magnús-
son og Pál Vídalín þeirri fullyrðingu til stuðnings. Hann segir að málið
sé sérstaklega hreint og laust við erlend ný orð. Enn fremur kemur fram
hjá honum að á Austurlandi fáist menn lítið við skemmtanir og
dægradvalir enda megi kalla þá þunglynda; helsta skemmtun þeirra sé
að lesa fomsögurnar og hjálpi það mjög til varðveislu málsins. Stundum
heyrast hinir „lítilfjörlegustu kotbændur tala á sama máli og er á sögun-
um ... Austfirðingar eru vel rímfróðir og kunna skil á tímatali.“ Þá segir
að engar frásagnir fari af göldrum í þessum landshluta.
Hinn merki náttúrufræðingur og læknir, Sveinn Pálsson, ferðaðist um
Austurland árið 1794. Hann segir að það sé ósjaldan sem „menn rekist á
Islandi á bændur sem mega kallast víðlesnir í sögu og lögum landsins,
jafnvel í almennri sögu og landafræði, kunna Biblíuna upp á sína tíu
fingur, rita forkunnarfagra hönd og eru smiðir á dýra málma“. Síðan
segir Sveinn að sér hefði ekki þótt trúlegt að hann hitti óbrotinn bónda
„sem af sjálfs síns rammleik ... hefur lært latneska, gríska og hebreska
málfræði með því einu móti að fá bækur að láni“.
Páll Vigfússon á Hallormsstað segir að Austfirðingar hafi orð á sér
fyrir það „að vera heldur spaklátir, fastheldnir á gamlar venjur, en þraut-
góðir og drjúgir þar sem þeir hafi lagst á“. Guttormur Þorsteinsson,
prestur á Hofi í Vopnafirði, segir um sóknarmenn sína að þeir séu „fast-
lyndir og tryggir en nokkuð einþykkir" og það sé vissara að fara vel að
þeim en þeir séu líka hjálpsamir og góðgerðarsamir.
Árið 1887 kom meistari Eiríkur Magnússon, bókavörður í Cambridge
en prestssonur frá Heydölum í heimsókn á æskustöðvamar. Heimsókn
sinni lýsir hann í bréfi til Þorsteins skálds Erlingssonar svo: „Ég hef lif-
að gott og glatt sumar í landi feðra minna, ferðast töluvert, átt góðar við-