Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Qupperneq 20
18
MÚLAÞING
tökur hjá Austfirðingum, sem eru allra fslendinga mannalegastir, frjáls-
mannlegastir og þrifalegastir á heimili. Ég á þó helst við Fljótsdælinga
og Héraðsmenn yfir höfuð og Breiðdæli. Ég sá fólkið við vinnu í kyrr-
látu heimilislífi og á mannfundum - veislum, og skildi við það sannfærð-
ur um það, að lengi má leita um Norðurálfuna að bændafólki betur sið-
uðu, eða jafnvel, eða þá gáfaðra. Maður sér rnenn og konur, sem hverju
samkvæmi væri prýði að, enda held ég að álitsfegurð sé tíðari á Austur-
landi en annars staðar þar sem ég hef komið á íslandi.“
Þorvaldur Thoroddsen segir eftir ferð sína um Fljótsdalshérað 1894:
„Héraðsmenn eru góðir bændur og snyrtimenni, bæir vel húsaðir og um-
gengnin hin besta.“
Talan ellefu er heldur leiðinlegri en tólf, og verður því einum merkis-
stað bætt við greinargerð Þórhalls. Sá staður er Seyðisfjörður.
Þegar Norðmenn flykktust á Seyðisfjörð til síldveiða um eða rétt fyrir
1870 var þar ekki stórstaðarlegt um að litast. Stafangurbúi skrifar heim
1880:
„Þrír kaupmenn reka verslun í firðinum, einn Kaupmannahafnarbúi og
tveir íslendingar. Hér býr prestur og sýslumaður, en að öðru leyti eru í-
búarnir fátækir fiskimenn. Tómthúsmenn búa við mjög slæm kjör, á vet-
uma skríða þeir í híði sín (torfkofa) eins og björninn. Þá lifa þeir að
mestu á harðfiski og brauði; með þessu hafa þeir bræðing úr lýsi og tólg,
til eldsneytis nota þeir svörð og þurrkað sauðatað. Þeir eru einkar vin-
gjarnlegir og gestrisnir.“
Þetta er Seyðisfjörður í nærsýn 30 árum eftir að verslun var þar fyrst
stofnuð.
Áður, þ.e. fyrir 1850, voru einungis sveitabæir í Seyðisfirði - 12 að
tölu. En nú spruttu upp tvö þorp kringum verslanir á Vestdalseyri og
Öldu, ferðum aðkomumanna fjölgaði í fjörðinn. Uthéraðsmenn austan
Jökulsár á Dal fluttu verslun sína á Seyðisfjörð frá Eskifirði, einnig
Loðmfirðingar og Borgfirðingar og ef til vill Mjófirðingar. Sjávarútveg-
ur óx skjótt, þorpin uxu, siglingar örvuðust og fólkinu fjölgaði. Húsa-
kynnin voru ef til vill ekki eins slæm sem að framan segir, því að útlend-
ingar úr skógarlöndum skildu ekki torf og hlóðir.
Fólkinu fjölgaði, kom veitingasala, leikstarfsemi, verslanir, útgerð og
timburhús. Blöð voru gefin út, Austri, Bjarki, síðar Hænir, Austfirðingur
og Gerpir, amtsbókasafn komst á fót, sími frá útlöndum tekinn þar í land
og lagður áfram norður um land, rafstöð var reist, vatnsleiðsla lögð,
sjúkrahús byggt og myndarlegur barnaskóli, Fjarðará brúuð, vegur til