Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 22
JÓN BALDVIN JÓHANNESSON:
Ágrip af ævisögu
Jón Baldvin Jóhannesson var fæddur á Fossi í Hofsárdal í Vopnafirði
þann 28. desember 1853. Foreldrar hans voru Jóhannes Friðriksson
Árnasonar frá Bustarfelli Sigurðssonar tuggu Sveinssonar og Kristbjörg
Guðlaugsdóttir frá Sörlastöðum í Fnjóskadal1 >, Pálssonar frá Þröm Ás-
mundssonar frá Nesi í Höfðahverfi, en móðir Guðlaugs var Guðný dóttir
Árna Geirsfóstra í Vestari-Krókum.
J. Baldvin Jóhannesson ólst upp hjá foreldrum þar til hann var á 8. ári
að þau fluttust burtu frá Fossi.
Nú vil eg minnast æskuáranna á Fossi. Eg veit ekki með fullri vissu
hvað gamall eg var er eg man fyrst eftir mér, en eg vil þó segja frá ýmsu
sem eg man eftir frá Fossi.
Eg var kvöldsvæfur, sofnaði snemma á kvöldin og vaknaði snemma á
morgnana. Eg mun hafa verið á þriðja ári er eg vaknaði við vondan
draum að kvöldi, er nýlega var búið að kveikja, gekk út að glugganum,
sá þar mórautt kvikindi og fór að skæla. Sagði móðir mín að mundi vera
fyrir gestakomu, og reyndist vera svo, því næsta dag kom Þórður á
Brunahvammi með menn sína og féð, því hann var heylaus orðinn og
rak féð út um sveitina.
Er eg var á fjórða ári, fór eg með föður mínum er hann fór í heimsókn
að Kálfelli til Katrínar systur sinnar, en eg hafði komið á hverjum vetri
með honum þangað meðan við vorum á Fossi.
Árni hét föðurbróðir minn og Agnes kona hans. Þau bjuggu á Rjúpna-
felli, og man eg að þau komu til funda á Fossi.
Eftir landslagi og ömefnum á Fossi man eg vel og ýmsum smáatburð-
um.
Um vor var eg að ganga við lambær með hálfsystur minni, og var með
okkur svört tík sem Doppa var nefnd. Sáum við þá tilsýndar nýboma á
og sýndist hún vera tvflembd, en er við komum nær, sáum við að það
1) Höfundur skrifar Hnjóskadal.