Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 24
22
MULAÞING
Man eg það, að ýmsir flækingar komu að Fossi og voru að segja sögur
og kveða rímur. Karl nokkur, Jón Þorleifsson að nafni, kvað rímur á
kvöldin, og fór þá allt fólkið í þann bæinn er hann gisti til að hlusta á, en
ekki þótti mér skemmtun að því, bæði var kvæðalagið ljótt og rímur
skildi eg víst ekki vel. Fékk eg óbeit á rímunum og hef aldrei kært mig
um að heyra þær kveðnar eða að lesa þær.
Sögum hafði eg aftur á móti gaman af, og man eg að Amgrímur ræfill
og Jón trítilbuxi lásu og sögðu sögur.
Jón þessi hafði það starf á vetrum að bera brennivínsanker fyrir bænd-
ur á Jökuldal, og síðast fékk hann sér tveggja potta kút og brennivín á
hann, en kúturinn lak, svo hann fékk lánaða skál til að hella víninu í og
gat því ekki farið af stað úr kaupstaðnum fyrr en hann var búinn að
drekka úr skálinni. Lét hann þá binda á sig ankerið og hné svo dauður
stuttan spöl framan við kaupstaðinn - fastur við ankerið.
Það man eg að ekki var drukkið kaffi nema á sunnudagsmorgna, og
hlökkuðum við börnin til sunnudaganna.
Eg man að eg byrjaði að slá síðasta árið sem eg var á Fossi, og sló eg
dálítinn blett á bæjarbaki - þá var eg á sjöunda ári.
Metúsalem hét föðurbróðir minn og bjó ásamt föður mínum á Fossi.
Hugrún hét kona hans Arngrímsdóttir frá Víðivöllum í Fnjóskadal. Hún
var systir Ölveigar á Bustarfelli og Dagbjartar í Sunnudal. Eg man eftir
börnum þeirra á Fossi, Metúsalem og Hugrúnu. Þau voru þrjú, Metúsal-
em, Friðrik og Aðalbjörg, og voru þau öll talsvert eldri en eg, Aðalbjörg
10 árum eldri. Bræðurnir fóru báðir til Ameríku og lifðu þar stutt. Hafði
Metúsalem menntast nokkuð hér heima, fyrst lært skrift af Pétri á Há-
konarstöðum, síðan verið líklega tvo vetur á Hofi við lærdóm með son-
um séra Halldórs Jónssonar og varð svo skrifari hjá Olívaríusi á Seyðis-
firði um tíma, áður en þeir bræðumir fóru til Ameríku. Var Metúsalem
þar á varðskipi á Missisippifljótinu og hvarf þar. Friðrik fór í járnbraut-
arvinnu og fór einn dag í hita að baða sig í stöðuvatni og drukknaði þar
að því er sagt var.
Aðalbjörg giftist Gesti Sigurðssyni úr Njarðvík. Bjuggu þau lengi á
Fossi og dóu þar bæði. Lifði hann mikið lengur en Aðalbjörg og var
blindur um fjöldamörg ár.
Það mun hafa verið vorið 1861, að foreldrar mínir fluttu alfarin frá
Fossi að Langhólmavatni í Tunguheiði. Þar voru þau aðeins eitt ár, gátu
ekki búið þar lengur, því móðir mín var heilsulaus af sullaveiki og lá svo
árum skipti í rúminu. Síðast grófu sullirnir út og komst hún aftur á flakk
og var mörg ár á fótum eftir það, en þoldi ekki þunga vinnu. Mun föður