Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 25
MÚLAÞING
23
okkar með hana heilsulausa og okkur þrjú börn hafa gengið seint að
koma upp bænum sem hann byggði norðanvert við miðju Hólmavatns-
ins á lítið þýfðum mó. Lækur féll úr vatninu rétt við bæjarstæðið, grjót
var lítið að fá og varð að byggja tættumar mest úr torfi og flytja það
spölkom að. Silungsveiði var nokkur í vatninu, en einkum varð þó að
sækja veiðina í Geldingavatns- og Stórhólmavatnskíl, og þó eg væri
ungur, varð eg að gjöra það að mestu þetta sumar, en bót var það í máli
að oftast náði eg mér í hest. Á Hólmavatni er fallegt eftir því sem í heið-
um getur verið. í vatninu eru þrír hólmar með talsvert löngu millibili og
urpu þar álftir í tveim hólmunum og lítilsháttar af öðrum fuglum. Fann
eg undan þrem álftum þetta vor sem við fluttum. Líka veiddum við tals-
vert af silungi í net, og hygg eg að það hafi ekki verið síst silungsveiðin,
sem þar er í kílum og stöðuvötnum, sem hvatti eða dró föður minn til að
flytja þarna inn í heiðina. Hann þekkti vel til og hafði oft farið þangað til
að veiða meðan hann var á Fossi. Einkum voru það Geldingavatns- og
Stórhólmavatnskílarnir sem hann hafði áður veitt í og sem við veiddum í
þetta sumar.
Um haustið reiddum við lömbin út í Stórhólmavatnshólma og létum
þau vera þar þangað til við gátum sótt þau á fs.
I öðrum enda Stórhólmans er hár hóll og er hann sagður vera haugur
Háreks á Háreksstöðum. Segir sagan að hann hafi fallið þar fyrir
Skjöldólfi á Skjöldólfsstöðum og verið heygður þar - hvort sem sú sögn
er sönn eða ekki.
I mínu ungdæmi stóðu yfir langvinn málaferli út af Háreksstöðum og
lyktaði þannig fyrir Hæstarétti að presturinn í Vallanesi, séra Einar Hjör-
leifsson vann, þannig að Háreksstaðir voru dæmdir undir Skjöldólfs-
staði. Þannig lauk þeirri löngu þrætu.
Eg man vel hversu indæl mér þóttu sumarkvöldin á Hólmavatni, þegar
sólin stafaði á spegilslétt stöðuvatnið og álftasöngurinn og fuglakvakið
ómaði í kvöldkyrrðinni. Eg naut þá lífsins eins og saklaust bam og
gjörði mér fagrar hugmyndir um lífið og heiminn, sem eg þekkti þá
mjög lítið en hélt að væri fullur af friði, gleði og ánægju, en það beið
ekki mjög lengi að þessar hugsanir mínar breyttust.
Eftir árið flutti faðir minn aftur, næst að Hraunfellsseli í tvíbýli við
Jón Ámason nokkurn. Hét kona hans Kristín og var ekki heil á geði,
man eg að eg var hræddur þegar hún fékk verstu köstin og hótaði að
granda sér með því að hlaupa í ána.
Annars man eg fremur lítið eftir veru minni þar, og ekki man eg að eg
væri eins hugfanginn og hrifinn af náttúrufegurðinni þar og á Hólma-