Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 29
MÚLAÞING
27
urð Jósepsson og áburðarhestinn. Norðvestan kalsastormur var og þótti
mér kalt að bíða við Hofsá mikið af nóttinni, þar til loksins að tveir
vinnumenn, er vöktu við vín um nóttina, kölluðu og spurðu hvað eg
vildi. Eg sagðist vera sækja Sigga Jósepsson. Komu þeir svo á endanum
með hann og áburðarhestinn með vonskurausi. Komst eg svo með Sigga
og hestinn heim að Hrappsstöðum þegar fólk var að koma á fætur. Þá
varð eg að fara tafarlaust með féð upp í dalinn og vera þar yfir því kald-
ur og blautur án þess að geta nokkuð sofið þann daginn.
Nokkru seinna um sumarið drápust allar kýrnar á Hrappsstöðum af því
að drekka vatn úr bali sem útlent leður hafði verið lagt í bleyti í.
Um sumarið gekk eg á engjar með þrem vinnumönnum og einni
vinnukonu. Svaf þetta fólk alltað þrjá klukkutíma eftir borðun á daginn,
en eg gat ekki sofnað og leiddist að liggja. Eg mátti ekki vinna þótt eg
vildi, því hinir vinnumennimir höfðu í hótunum við mig ef eg ynni á
meðan þeir hvfldu sig.
Einu sinni reyndu þessir vinnumenn að fá mig til að kæra með sér yfir
matarhæfinu þarna hjá Oddsen, en því neitaði eg alveg, af þeirri ástæðu
að húsfreyja hefði engin tök á að láta okkur hafa betra viðurværi, og
þess vegna gerði hún það ekki. Varð ekkert úr þessari kæru. - Segi eg
svo ekki fleira frá verunni á Hrappsstöðum.
En frá verunni að hálfu árið í Haga hjá Gunnlaugi og Ölveigu Jóns-
dóttur vil eg segja frá ferð í grasaheiði norður í Hágönguheiði norður af
Hróaldsstöðum. Það var stuttu fyrir fráfærur. Tveir karlmenn og tvær
stúlkur fóru frá tveim bæjum norður í heiðina og áttu að safna fjallagrös-
um vikutíma. Fólkið fór ríðandi og farið heim með hestana og skyldi
fólkið svo sótt aftur. Tíðin var hin besta og við gengum til grasa á nótt-
unni, en sváfum í tjaldi á daginn. Þótti okkur skemmtilegt í heiðinni,
sem liggur hallandi norður að íshafinu, og sólin var á lofti nætumar út í
gegn. Við breiddum grösin og þurrkuðum þau meðan við sváfum á dag-
inn, og tróðum þeim í poka á kvöldin áður en við fórum af stað að tína
grösin. Fórum við syngjandi glöð út í grasamóinn og jafnan glöð heim
aftur á morgnana með grasapoka okkar fulla, breiddum úr þeim í sól-
skininu og lögðum okkur til svefns eftir að hafa hitað okkur kaffi og
borðað. Leið nú vikan fram að síðasta degi, en þá dró fyrir sól og
skyggði að. Vorum við þá með daufara móti, tróðum grösunum okkar í
pokana og bjuggumst til heimferðar á sunnudagsmorgun. En á þann
sunnudagsmorgun var kominn kafaldsbylur, og sá bylur hélst tvo eða
þrjá daga. Tjaldið fór að mestu í kaf í snjó, og urðum við að liggja þama
í þrjá daga hálfblaut, hungmð og köld. Kenndi þá fyrir alvöru geðvonsk-