Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 30
28
MÚLAÞING
unnar í þjónustunni minni frá Haga - og fyrst hún var geðvond á meðan
sólskinið og blíðan hélst, þá stóð ekki til annað en geðvonska undir
svona kringumstæðum. Kaffið allt búið og svo koppasúrt það sem eftir
var í kollunni, að nærri mundi hafa gengið að maður dræpist fremur en
að smakka á því. Eru þessir þrír dagar og þrjár nætur, sem við lágum
þarna í tjaldinu, með allra daufustu dögum sem eg man á ævi minni. Læt
eg svo ósagt frá öllu hinu sem skeði í Haga á þessum árshelmingi sem
eg dvaldi þar.
Þegar svo loksins þetta ár var liðið, keypti eg mér nýlega smíðað og
málað kofort eftir Finnboga Sigmundsson, sem sumir segja reyndar að
hafi verið prestsson með öðru föðurnafni, en hvað sem því líður var
Finnbogi hinn besti maður sem öllum vildi gott gjöra, og gladdi hann
margan sem veitingamaður á Seyðisfirði. En eg lét fötin mín í kofortið
og hélt af stað með það upp Hofsárdal upp að Eiríksstöðum á Jökuldal,
þaðan yfir Fljótsdalsheiði að Valþjófsstað í Fljótsdal, og þaðan fékk eg
það flutt að Berufirði, og loksins komst það að Gilsá í Breiðdal um mitt
sumarið.
Kofortsgreyið hefur síðan fylgt mér alla ævina, sem nú (þegar þetta er
skrifað) er að verða 80 ára löng. Þegar eg fór af stað með það fór Frið-
rika systir mín með mér úr Vopnafirði að Valþjófsstað og varð þar eftir
sem vinnukona hjá Kristbjörgu Þórðardóttur frá Kjama. Frá Eiríksstöð-
um yfir Fljótsdalsheiði urðum við samferða Mikael Gellissyni bjarta vor-
nótt. Sáum við þá glóandi vígahnött koma sunnan yfir landið og halda
norður innan við Snæfell og hverfa norður. Þótti mér þetta merkileg sýn.
Á Valþjófsstað skildi eg við Friðriku systur mína og hélt áfram, fyrst
til Þorbergs Bergvinssonar, sat þar einn dag tepptur af vatnavöxtum og
vann á túni með fjórum dætrum hans, mjög mannvænlegum stúlkum.
Varð ein þeirra móðir Þórhalls Daníelssonar kaupmanns á Hornafirði.
Þótti mér systumar með myndarlegustu stúlkum sem eg hafði þá séð.
Eftir það fór eg um Vatnsskóga og í Breiðdal að Gilsá til Þorgríms
Jónssonar smiðs, sem þá bjó á Gilsá og var giftur Þórunni Stefánsdóttur,
ekkju séra Benedikts í Heydölum. Höfðu þau þá um haustið á undan
misst eina dóttur er þau áttu og var hún þá stödd hjá séra Jóni Austmann
í Saurbæ í Eyjafirði, hafði verið látin sitja yfir lömbum, orðið kalt og dó
af því.
Þá var eg nú kominn alla leið suður að Gilsá, og var það að ráði Jóns
Sölvasonar hreppstjóra á Bustarfelli. Höfðu þeir Þorgrímur kynnst er
hann var að smíða Hofskirkju í Vopnafirði, og þess vegna skrifaði Jón
Þorgrími og bað hann fyrir mig.