Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 31

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 31
MULAÞING 29 Eg var því á Gilsá þetta sumar við heyskap, en við smíði um veturinn og var þá oft tekinn frá verki, einkum í ferðalög, t.d. sendi Þorgrímur mig eitt sinn eftir fjárhrút að Hjaltastað til séra Jakobs Benediktssonar, og sá eg þar fyrst Pál Olafsson frá Hallfreðarstöðum. Eg var þennan vetur á verkstæði á Gilsá, og vorum við þar saman, Halldór Benediktsson er giftist Arnbjörgu Sigfúsdóttur á Klaustri og bjó þar ævilangt. Um vorið fór Þorgrímur til Jóns Sigurðssonar á Gautlönd- um að smíða baðstofu þar og hafði Halldór stjúpson sinn með sér, en eg varð að hverfa frá smíðanáminu og fór sem vinnumaður að Klaustri til Sigfúsar Stefánssonar og Jóhönnu Kjerúlf og var þar tvö ár. Hef eg fremur fátt að segja frá þeim árum. Þar kynntist eg þó Arn- björgu Kjerúlf, ekkju Kjerúlfs læknis á Brekku. Hann var þá dáinn fyrir nokkru. Var Arnbjörg gamla mér hjálpsamasta og besta manneskja með- an eg kynntist henni. Sagði hún mér ýmislegt sem bar vott um greind hennar og eftirtekt. Hún var þénustustúlka á Akureyri þegar Jörundur hundadagakóngur kom þangað og hafði fyrir fylgdarmenn tugthúslimi úr tugthúsinu í Reykjavrk. Var stjórnartíð hans á enda þegar hann kom aftur suður. Ambjörg sagði mér, að á sumrin meðan hún var læknisfrú á Brekku, hefði hún sjálf veitt þar silung til heimilis. Þegar þetta ár sem eg var á Gilsá, var liðið, fór eg að Skriðuklaustri og var þar tvö ár. Síðari veturinn á Klaustri kom eg mér fyrir á Hallorms- stað hjá séra Sigurði Gunnarssyni til að læra dönsku. Lét hann Margrétu dóttur sína segja mér til 6 vikna tíma án þess að setja mér nokkuð, en að borða fékk eg hjá Aðalbjörgu Metúsalemsdóttur frá Fossi sem gift var Gesti frá Njarðvík og hefur áður verið getið. Hún var á Ormsstöðum og gekk eg á daginn þaðan að Hallormsstað. Var oft fagurt og gott veður þennan tíma sem eg gekk gegnum Gatnaskóginn. Sat eg þar stundum hrifinn af fegurð við lind í miðjum skóginum og var þá stundum að skálda vísur. Sleppi eg að skrifa þær hér, því eg hef ekki ætlað mér að gefa mig út fyrir skáld. Eg fór heim að Klaustri eftir þessar 6 vikur, en hélt áfram að lesa dönskuna þar til eg skildi til fulls danskar bækur. Eg var tvö ár á Klaustri hjá Sigfúsi Stefánssyni og Jóhönnu sem áður sagði. Kynntist eg þar bömum þeirra sem þá voru flest fullorðin. Eftir það fór eg að Valþjófsstað til séra Péturs Jónssonar og Kristborg- ar Þórðardóttur frændkonu minnar frá Kjama. Var eg þar tvö ár, og var síðara árið á Valþjófsstað, öskufallsárið 1875. Kristbjörg Þórðardóttir frá Kjarna og Kristbjörg Guðlaugsdóttir móðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.