Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 33
MULAÞING
31
giftur Marju Grönvold, ekkju Grönvolds kaupmanns. Leið mér vel hjá
þeim Sigfúsi og Marju. Þau fluttu svo síðar til Akureyrar og byggðu sér
stórt hótel á miðri Akureyri og lifðu þar nokkur ár. Annan þennan vetur,
sem eg var á Vopnafirði, fór eg um tíma að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal
og smíðaði þar stofu sem Rikard Þórólfsson hafði reist þar um sumarið.
Jón, sem nefndur var Skjöldur og bjó á Skjöldólfsstöðum, sótti mig
um haustið út á Vopnafjörð til smíðisins og var eg þar fram yfir nýár.
Eftir það fór eg aftur út á Vopnafjörð og var þar til vors ýmist við bók-
nám hjá Sigfúsi eða smíði hjá Pétri Guðjónssen. Síðast um vorið fór eg
upp að Hofi og var þar við smíði hjá séra Halldóri Jónssyni. Áður en eg
lagði á stað alfarinn frá Vopnafirði fór eg fyrst um tíma að Ormarsstöð-
um til Þorvarðar Kjerúlfs læknis og vann þar að húsasmíði með Halldóri
Benediktssyni, sem þá var nýlega byrjaður á búskap á Skriðuklaustri.
Eftir það fór eg að Hafursá í Skógum til Sigurðar Einarssonar, sem þá
var nýkominn frá búnaðarnámi á Steini í Noregi og giftur Sólveigu
Andrésdóttur Kjerúlf frá Melum. Var eg svo það sumar og að mestu
næsta vetur við smíði á Hafursá, smíðaði þar baðstofu þiljaða alla uppi
og niðri ásamt mörgum búsáhöldum, vefstól, strokk o.fl. enda vantaði
þar marga hluti er verið var að byrja myndarlegan búskap.
Þetta sumar 1879 var eg í Mýrnesi í Eiðaþinghá hjá Sigurði Magnús-
syni og smíðaði þar baðstofu þiljaða uppi og niðri. Var eg búinn að ljúka
því smíði á vetumáttum rétt áður en byrjuðu hin miklu harðindi er
hófust með vetri og héldust til páska 1880. Sigurður Magnússon giftist í
Mýrnesi þetta haust, og byrjuðu vetrarharðindin sama dag og brúðkaup
hans stóð. Fór eg að loknu brúðkaupinu út að Hjaltastað til kirkjusmíðis.
Þar hafði séra Bjöm Þorláksson látið reisa kirkjuna um vorið, en lét þilja
hana fyrri part vetrarins. Var Þorgrímur Jónsson frá Gilsá forsmiður þar.
Hitti eg hann þar, gamlan kennara minn frá Gilsá, og gladdi það gamla
manninn er eg kom, að fá eina koníaksflösku að hressa sig í kuldanum.
Um jól var kirkjusmíðið að mestu búið, og fór eg þá að Ási í Fellum upp
úr nýári til séra Sigurðar Gunnarssonar til að læra enska tungu og var
þar þangað til tíðin batnaði um sumarmál. Hafði eg þá lært 100 tíma í
ensku og gat eftir það fleytt mér talsvert að tala og lesa létt mál.
Eftir að góða tíðin var komin flutti eg mig frá Ási ofan að Stakkahlíð í
Loðmundarfirði, því eg var þá trúlofaður Ingibjörgu Stefánsdóttur, sett-
ist þar að fyrir fullt og allt og hef eytt ævidögunum þar að mestu, nema
það sem eg hef tafið við jarðamöt tvisvar sinnum og þar af leiðandi
nokkra tíma í Geitagerði í Fljótsdal, 80 daga við fyrra jarðamatið og í
Krossavík í Vopnafirði rúma 20 daga, fyrir utan ýmsar smærri tafir á