Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 38
36
MULAÞING
og eitthvað í Fljótsdal. Þoldi féð illa útbeitina og drapst nokkuð af því,
einkum frá Klyppsstað.
Eg hafði ásett mér að reka fé aldrei í Hérað og varð því að setja vel á
þennan vetur, lógaði eg hesti og tarfi til að létta á fóðrunum. Slarkaðist
allt af og komst fram frá hjá mér í Stakkahlíð. Þannig reyndi eg að búa
öll þau 50 ár sem eg var í Stakkahlíð, rak aldrei kindur í Hérað vegna
fóðurskorts, en rösklega þurfti oft að ganga að heyskapnum til þess að
ná saman nægum heyjum til að standast snjóþunga vetur sem skullu yfir.
Sérstaklega varð búskapurinn erfiður þegar ær stóðu inni allan sauðburð
og urðu að bera í húsum. Mig minnir, að það kæmi sérstaklega fyrir
þrisvar sinnum.
Fyrsta sumarið sem eg var í Stakkahlíð kom þar fyrir á slættinum að
Stefán Benediktsson hreppstjóri á Bakka í Borgarfirði kom hér á leið til
Seyðisfjarðar og með honum færeyskur skipstjóri. Hafði skipstjórinn
fundið dauðan hval úti fyrir Borgarfirði og komið þar inn með hann.
Vildi hann skýra sýslumanni frá því, og fékk hreppstjórann með sér á
hans fund til að segja honum frá fundinum og spyrjast fyrir um hvernig
hann ætti að bera sig að til að hagnýta hann. Bauð þá Stefán Benedikts-
son vini sínum, Stefáni Gunnarssyni í Stakkahlíð, að koma með sér til
Borgarfjarðar með einn hest til að fá hval á hann. Stefán fór norður og
sótti hvalinn. Reiddust sumir sveitarmenn hér af þessu og vildu kenna
mér um, eg hefði ekki sent boð hér um sveitina og látið vita um hvalinn.
En sannleikurinn var sá, að Stefán á Bakka varaði mig við því, því hval-
urinn væri svo lítill að ekki gætu utansveitarmenn fengið neitt af honum.
En hvalrekinn spurðist um Loðmundarfjörð og fóru þeir með nokkra
hesta héðan af innbæjum án þess að spyrja um hvernig málinu væri hátt-
að, fóru ónýtisferð og voru óánægðir yfir því.
Fyrsta árið sem eg var í Stakkahlíð voru hér tveir vinnumenn, Bjami
Árnason ættaður vestan úr Skagafirði og Árni Sigurðsson frá Hólalandi,
reyndar líka skagfirskur að uppruna. Vinnukona var Katrín Hildibrands-
dóttir trúlofuð Áma. Var hér töluvert lið til heyskapar því að einnig gekk
tengdafaðir minn, Stefán Gunnarsson, að slætti og heyskap yfirleitt og
sló meira en flestir aðrir vinnumenn fram á efri ár, enda var sagt, að þó
hann hefði átt margar dætur til að raka á eftir sér hefðu þær sem oftast
haft nóga slægju til raksturs.
Engjar í Stakkahlíð eru greiðfærar bæði til sláttar og rakstrar. Þess
vegna fékk eg mér sláttuvél nokkuð snemma á búskaparámnum, en þeg-
ar til kom notaðist hún ekki vel því bláin reyndist ekki eins vel fyrir vél
og haldið var. Ennin ekki heldur meðfram vegna ofmikils halla. Karl