Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 43
MÚLAÞING
41
þar er tvíheilagt var, því margt af kirkjugestum vildi vera við messu
báða dagana, og leit prófastur eftir því að allir fengju vel útilátnar góð-
gjörðir. Einu sinni sátu fjórir aldraðir menn saman við borð á Hofi. Bar
þá prófastinn að og spurði hvort þá vantaði viðbit. „Það er nú nokkuð
síðan,“ sagði þá Jón gamli frá Asbrandsstöðum. „Úr því skal nú bætt,
Jón minn,“ svaraði prófastur. Halldór Jónsson prófastur var því alvanur
að hafa fullt bænda og sveitamanna við borð, og voru ekki allir þeirra
vanir að nota hnífapör. Settist hann þá hjá þeim er verst voru staddir í
þeim efnum og hjálpaði þeim, svo að sem minnst bæri á að þeir væru
illa staddir. Fór það vanalegast þannig að allt komst af vandræðalítið og
að mikið bæri á við fremri enda borðsins, en þeir er betur voru færir sátu
innar við borðið. Prófasturinn kunni vel að haga orðum við hæfi gesta
sinna, gera lítið úr og laga til þó eitthvað stefndi til vandræða. Því miður
man eg ekki til að eg hafi séð eða lesið ævisögu séra Halldórs Jónssonar
á Hofi skrifaða eftir séra Einar Jónsson, sem prestur og prófastur var síð-
ast á Hofi á undan séra Jakobi syni sínum sem tók við prest- og prófasts-
störfum á eftir föður sínum á Hofi.
Þannig endar Baldvin æviminningar sínar.
Jón Baldvin Jóhannesson í Stakkahlíð andaðist 29. október 1942.
Kona hans, Ingibjörg Stefánsdóttir f. 12. maí 1851, d. 6. júní 1929. Börn
þeirra voru Stefán bóndi í Stakkahlíð, Sigurður póstafgreiðslumaður á
Seyðisfirði og póstmeistari í Reykjavík, Elísabet húsfreyja á Klvppsstað
og víðar og Þorbjörg. Auk þess voru börn Ingibjargar frá fyrra hjóna-
bandi með Einari Sveini Stefánssyni: Björg húsfreyja (séra Björns Þor-
lákssonar) á Dvergasteini og Einar Sveinn smiður. Dóttir Baldvins með
Maríu Jónatansdóttur hét Jónína Björg.
Á.H. bjó til prentunar.