Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 44
SIGURÐUR MAGNÚSSON FRÁ ÞÓRARINSSTÖÐUM:
Skreiðarferðin og skrímslið
Eiríkur Eiríksson bóndi á Sörlastöðum í Seyðisfirði var fæddur 13. janúar
1832, dáinn 18. febrúar 1871, fórst 39 ára af árabáti sínum við Sörlastaðaeyri.
Lík hans fannst rekið á eyrinni skammt þar frá sem skreiðarhjallur hans stóð, sá
sem getið er um í frásögn þessari.
Eiríkur var hreppstjóri Seyðisfjarðarhrepps. Hann var langafi þess sem þetta
skrifar, eftir frásögn Friðriks Bersveinssonar Efribæ Þórarinsstöðum. Skráð
1923.
Á seinni hluta 19. aldar bjó á Sörlastöðum í Seyðisfirði Eiríkur Eiríks-
son. Á þeim árum var fiskigengd mikil innanfjarðar, og áttu flestir fjarð-
arbændur bát, sem þeir notuðu til að afla fanga úr sjó. Þá var fiskur mik-
ið verkaður í skreið. Svo var einnig á Sörlastöðum. Eiríkur átti skreiðar-
hjall sem stóð niðri á eyrinni vestan við Sörlastaðaána.
Á Sörlastöðum var torfbær, eins og víðast var hér á landi á þessum
tímum. Bærinn stóð allhátt yfir sjó og því töluvert undanhald til sjávar.
Leiðin niður að skreiðarhjallinum var gengin á fimmtán mínútum eða
nálægt því. Hún lá á milli svonefndra Kletthúsa, sem voru tveir stakir
klettar, eða klettaborgir, skammt austan við túnfótinn. Frá Kletthúsunum
lá leiðin um hallandi móa og mela niður á melhorn allhátt, sem er vestan
við Sörlastaðaána og upp af eyrinni. Niður af þessu melhorni tekur við
snarbrattur bakki, grasigróinn að nokkru, og lá um hann sniðgata niður á
eyrina.
Svo var það kvöld eitt á þorra að Eirfkur ætlaði að sækja skreið í hjall-
inn. Veður var stillt og mikið frost. Bjart var af tungli, sem var í fyll-
ingu, og heiður himinn. Gangfæri var gott, jörð nærri alauð í byggð og
leiðin greiðfær.
Þegar Eiríkur kom niður á melhornið, sem áður er nefnt, sá hann ein-
hverja skepnu vera að snuðra í kringum skreiðarhjallinn. Fyrst hélt hann
að þetta væri grár hestur eða tryppi, en fljótlega sá hann að svo var ekki.
Eiríkur sá vel til skepnunnar, og einnig var mjög hljóðbært þetta
kvöld. Vegalengdin milli hans og dýrsins mun hafa verið nálægt hund-
rað metrum. Það þótti honum furðulegt, að þegar skepnan hreyfði sig, þá