Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 49
MULAÞING
Á Rangalóni
47
Tölum í svigum hér eftir eru númer persónanna í Ættum Austfirðinga.
Böm Þorgerðar (1833) Bjarnadóttur og Péturs (7260) Guðmundsson-
ar:
Ólöf (1834) f. 4. apríl 1839 á Staffelli, lést á Rangalóni 3. apríl 1865.
Benedikt f. 4. ágúst 1840 á Staffelli, lést 19. janúar 1841.
Guðmundur (1836) f. 10. maí 1842 á Staffelli, var fósturbam móður-
foreldra. Var vinnumaður víða í Fellum frá 1866. Lést 1912.
Sigurður (1835) f. 1843 á Rangalóni, ólst þar upp, bjó þar 1873-1875,
fluttist í Lýtingsstaði í Vopnafirði eftir gos 1875 og næsta ár til Ameríku
með konu og tvö ung böm ásamt fjölskyldunni frá Rangalóni.
Petrólína Björg f. 6. febrúar 1846 á Rangalóni. Var í fóstri á Skjöld-
ólfsstöðum eftir lát föður síns, flyst að Staffelli 1873, á Eskifjörð 1876.
Bjarni f. 25. júlí 1848 á Rangalóni og ólst þar upp. Fluttist að Lýtings-
stöðum 1875 og þaðan til Ameríku 1876, ásamt fjölskyldunni frá Ranga-
lóni.
Sveinn, f. á Rangalóni 27. mars 1850, lést 2. janúar 1851.
Pétur Guðmundsson lést 23. janúar 1851. Þá varð Guðmundur Kol-
beinsson (6969) ráðsmaður á Rangalóni og kvæntist Þorgerði 1. júlí
1855. Þau skildu 1867 og bjó Þorgerður áfram með bömum sínum til
1875 er hún fluttist í Lýtingsstaði með fjölskyldu sinni eftir öskufallið
og þaðan til Ameríku 1876. Böm Þorgerðar og Guðmundar voru:
Lilja Sigríður (1838) f. 24. september 1854 á Rangalóni og ólst þar
upp. Fluttist austur á Hérað og varð húsfreyja á Hnitbjörgum í Hlíð.
Fluttist til Ameríku með Sigurði Eiríkssyni manni sínum.
Jónína (1839) f. 28. október 1854 á Rangalóni, tvíburi. Fór austur á
Hérað. Börn hennar fóru síðar til Ameríku.
Agústína Ingibjörg f. 28. október 1854, tvíburi. Olst upp á Rangalóni
og fór þaðan í Lýtingsstaði 1875. Fór með fjölskyldu sinni til Ameríku
1876.
Sigfús f. 25. mars 1856 á Rangalóni og fór í Lýtingsstaði 1875. Vest-
urfaraskrá segir hann flytjast til Ameríku með fjölskyldunni 1876.
Prestsþjónustubók Ássóknar telur hann flytjast frá Lýtingsstöðum að
Staffelli 1876 og hann er þar næsta ár.
/ Sœnautaseli
Kristrún (1841) Bjamadóttir fæddist á Staffelli 7. október 1821 og var