Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 51
MULAÞING
49
ár þar að Hleinargarði og enn eftir ár að Hákonarstöðum á Jökuldal.
Árið 1868 fara þau að næsta bæ, Grund, bjuggu þar fram að öskufalli
1875, fóru þá til Vopnafjarðar og þaðan til Ameríku vorið 1878 frá Ás-
laugarstöðum.
Einar Sigurðsson fluttist þó frá Hleinargarði að Skjögrastöðum í Skóg-
um vorið 1867 og að Staffelli vorið 1869. Hann flyst til Jóns og Kristín-
ar á Grund vorið 1870. Næsta vor flyst hann að Merki á Jökuldal til Páls
(1944) Jónssonar og Hróðnýjar (1577) Einarsdóttur. Hróðný og Einar
voru bræðrabörn. Þau voru öll í Merki fram að öskufalli, fluttust þá í
Einarsstaði í Vopnafirði en ári síðar að Arnórsstöðum á Jökuldal og var
Einar vinnumaður hjá þeim hjónum. Hann flyst að Fossgerði á Jökuldal
vorið 1881. Manntal í desember segir einnig vera þar Sigurlaugu Jóns-
dóttur 22 ára og Einar Sigurjón Pál son þeirra 1/2 árs. Þau flytjast til
Ameríku vorið 1882 eftir kaldasta vetur aldarinnar. Elísabet, systir Ein-
ars, móðir hans og fjögur systkini hennar voru farin vestur um haf á
undan honum.
Dyngjufjallagosið 1875 sleit allt þetta fólk af rót sinni og hratt því til
Ameríku. Það hófst á fjórða tímanum að morgni 29. mars með áköfu
sprengigosi. Hvellsuða varð í kvikuhólfi undir Öskju í Dyngjufjöllum.
Heit og létt aska barst með suðvestan vindi yfir miðhluta Austurlands. Á
Jökuldal voru 11 bæir yfirgefnir um vorið og öll býlin í suðurheiði, sjö
talsins. Flestir bæirnir byggðust þó aftur á næstu árum. Margt af fólkinu
hörfaði til Vopnafjarðar. Ekki komu allir aftur því margir fóru vestur um
haf eins og sjá má í þessum þáttum. Ein helsta afleiðing Dyngjufjalla-
gossins var sú að fólk streymdi til Vesturheims úr Múlasýslum. Má sjá
vitnisburði um það í skrám um brottflutta úr sóknum í kirkjubókunum
frá þessum tíma.
Elísabet Sesselja Sigurðardóttir frá Sœnautaseli
Eftir lát föður síns ólst Elísabet Sesselja upp á Vaðbrekku í Hrafnkels-
dal hjá frænda sínum Oddi (1575) Þorsteinssyni frá Brú. Kona hans var
Elísabet dóttir Fríska-Jóns (2069) Andréssonar, sem lengi bjó á Vað-
brekku. Oddur og Elísabet bjuggu þar til vors 1870, fluttust þá í Arnórs-
staði og bjuggu þar fram að öskufalli. Elísabet Sesselja er skráð fóstur-
dóttir þeirra ásamt Kristrúnu Sveinsdóttur, sem jafnan var með þeim.
Við manntal 1875 eru þau öll í Vopnafirði, Elísabet Sesselja á Rjúpna-
felli en hin þrjú á Hauksstöðum. Þau eru í Haga við manntal 1876. Elísa-
bet Sesselja er þá „vinnustúlka“ 29 ára í Hraunfelli hjá Jóni (8079) Jóns-