Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Qupperneq 53
MÚLAÞING
51
Einar á Brú, faðir Sigurðar í Sænautaseli, var sonur Einars Jónssonar
(2476) f. um 1725, frá Görðum í Fljótsdal og Sólveigar Þorkelsdóttur
(1569) frá Eiríksstöðum á Jökuldal. Þau bjuggu á Eiríksstöðum og áttu
mörg börn. Einar á Brú var næstelstur þeirra fæddur um 1766.
Bjarni (1828) á Staffelli var sonur Jóns (1827) á Bessastöðum, Þor-
steinssonar á Melum (1826) í Fljótsdal (f. um 1734). Þorsteinn bjó fyrst
á Hákonarstöðum, en flutti 1744 að Melum. Frá honum er komin Mela-
ætt, sem talið er að megi rekja til Þorsteins Jökuls (1560), sem bjó á Brú
um 1500. Hann flúði byggð og bjó að Dyngju í Amardal á Möðrudalsör-
æfum, þegar Plágan mikla gekk árin 1594-1595, síðan eitt ár í Netseli
við Ánavatn í Jökuldalsheiði en eftir það á Brú til elli. Bjarni ólst upp í
fóstri á Víðivöllum ytri, fór að Staffelli 1817 og kvæntist heimasætunni
þar, Björgu Benediktsdóttur sama ár. Eru afkomendur þeirra margir
bæði austan hafs og vestan. Móðir Bjarna var Kristrún Bjamadóttir frá
Hólalandi í Borgarfirði. Hefur nú verið rakin ætt Önnu Bjargar, eina
barnsins, sem eftir varð hér á landi af fjölskyldu frumbýlinganna í Sæ-
nautaseli.
Og verður næst að nefna nýjar persónur til sögunnar.
Guðmundur Oddsson
Á 2. fjórðungi 19. aldar bjuggu hjónin Oddur (3112) Ámason, f. um
1797 og Guðbjörg (12544) Sigurðardóttir á nokkrum stöðum í Út-Fell-
um. Hún var f. 1800. Þau voru gefin saman 28. október 1827. Faðir
Odds var Árni (5056) Ingimundarson frá Ekkjufellsseli en móðir Odds
var dóttir Sigurðar (12543) Guðmundssonar frá Fjallsseli. Börn Odds og
Guðbjargar urðu fimm en þrjú þeirra létust í frumbernsku. Upp komust:
Þorbjörg (3113), sem giftist Ásmundi Jónssyni bónda í Dagverðargerði
og Guðmundur, sem fæddist á Hafrafelli 27. mars 1840. Þau fluttust í
Ekkjufell vorið 1843. Kirkjubók segir þau flytjast frá Ekkjufellsseli að
Rangá vorið 1850 með börn sín, Þorbjörgu 19 ára og Guðmund 10 ára.
Þann 1. október um haustið eru á Rangá Grímur (11121) og Guðrún
(12553) Sigurðardóttir, systir Guðbjargar. Er Guðmundur talinn fóstur-
sonur þeirra og ólst upp hjá þeim eftir það. Þau voru barnlaus en Grímur
átti dóttur af fyrra hjónabandi. Hét hún Ólöf og fór til Ameríku með
manni sínum Einari Jónssyni frá Snjóholti. Grímur, Guðrún og Guð-
mundur flytjast í Hafrafell vorið 1851, eru þar tvö ár í vinnumennsku,
fara þá að Hnitbjörgum í Hlíð, þaðan að Ekkjufellsseli vorið 1853, enn
að Hafrafelli vorið 1854 og þá fermist Guðmundur. Enn flytjast þau, í