Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 55
MÚLAÞING
53
Mjóafirði, Hjalti í Refsmýri. Sonur með Aðalheiði Sigurðardóttur: Karl
á Galtast. fram.
Guðbjörg, f. í Meðalnesi 9. júní 1883, d. 21. okt. 1924. Giftist Oddi
Sigfússyni. Bjuggu á Staffelli. Sonur Sigfús Jón bóndi þar.
Björn, f. á Krossi 2. september 1885, drukknaði í Jökulsá á Dal 30.
janúar 1922. Kvæntist Elísabetu Grímsdóttur. Bjuggu á Skjaldþingsstöð-
um. Börn: Sigmar, Margrét Birna, Grímur (d. barn).
Anna, f. 1888 í Kálfsnesgerði, d. á Ekkjufelli 31. desember 1894.
Þorbjörg, f. 17. október 1891 í Kálfsnesgerði, d. á 1. ári 1892.
„Dæmd til fátæktar“
Árið 1870 hefja Anna Björg Sigurðardóttir og Guðmundur Oddsson
búskap á Fljótsbakka í Eiðaþinghá og giftast 20. október. Kristrún
Bjarnadóttir var með þeim fyrstu árin.
Árið 1873 eru þau sögð flytjast í Meðalnes í Fellum en sóknarmanna-
tal segir þau vera á Miðhúsaseli, sem var afbýli frá Meðalnesi.
Árið 1874 eru þau sögð „þáverandi“ á Staffelli. Þar fæðast tvíburamir,
Sigurður og Elís. Kristrún var ekki með þeim eftir veturinn 1874-1875.
Árið 1875 flytjast þau aftur að Fljótsbakka og næsta ár kemur Grímur,
sonur þeirra, til þeirra frá Skeggjastöðum í Fellum. Eru þar þrjú ár.
Árið 1878 vantar manntal í Ássókn en þá hafa þau flust að Skógar-
gerði.
Árið 1879 flytjast þau frá Skógargerði að Fljótsbakka með börnin:
Grím, Sigurð og Þómnni. Skráð í kirkjubók Ássóknar en ekki í bók
Eiðasóknar.
Árið 1881 flytjast þau aftur frá Fljótsbakka að Skógargerði. Börnin
Grímur 10 ára, Sigurður 7 ára, Þórunn 5 ára, Guðrún 4 ára, Einar 2 ára
og Jón Friðrik á 1. ári flytjast með þeim.
Árið 1882 flytjast þau að Rangá með Sigurð, Guðrúnu og Jón Friðrik.
Árið 1883 flytjast þau að Meðalnesi og eru þar tvö ár í vinnumennsku
með Sigurð og Guðbjörgu.
Árið 1885 eru þau á manntali á Krossi með Guðbjörgu og Björn á 1.
ári.
Árið 1886 fara þau aftur að Meðalnesi með Sigurð, Guðbjörgu og
Bjöm.
Árið 1887 flytjast þau aftur að Rangá.
Árið 1888 flytjast þau að Kálfsnesgerði í Fellum. Eru þar sex ár,
stundum talin í húsmennsku. Hafa þrjú af börnunum hjá sér flest árin.