Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 58
BJÖRN HALLDÓRSSON GULLSMIÐUR:
Tvö félög í Loðmundarfirði
Framfarafélag Loðmundarfjarðar
1. janúar 1880 var stofnað Framfarafélag Loðmundarfjarðar.
Stofnendur voru:
Sigurður Einarsson, Sævarenda.
Arnbjörg Stefánsdóttir, Stakkahlíð.
Finnur Einarsson, Sævarenda.
Þórunn Rustikusdóttir, Nesi.
Jóhann Þorbergsson.
Ingibjörg Þorbergsdóttir.
Sigríður Arnadóttir.
Stofnskrá:
Það hefur lengi vakað yfir oss, hversu nauðsynlegt það er öllum böm-
um og unglingum að fá reglulega menntun í æsku, til þess að geta því
fremur staðið vel í hverri stöðu, sem þeim hlotnast í lífinu. Vér höfum
séð þess dagleg dæmi, hversu rnargur unglingur verður að fara á mis við
nauðsynlega menntun, vegna efnaskorts foreldra og vandamanna, sem
annast eiga uppeldi þeirra. Af þessum ástæðum kom oss ásamt að gang-
ast fyrir stofnun félags í sveit þessari, sem hefði þann tilgang að safna
fé, er á sínum tíma verði varið til eflingar menntunar æskulýðsins í Loð-
mundarfirði. Vér viljum með stofnunarskrá þessari skipa fyrir um með-
ferð og notkun á sjóði félagsins, sem vér vonum að vaxi svo með tíman-
um, að tilgangi vorum verði náð. Vér ætlumst til að félagsmenn semji
lög fyrir félagið, sem nákvæmar ákveði tilhögun þess, en þó mega þau
lög aldrei brjóta í bág við stofnskrá þessa.
Hér á eftir tökum vér fram nokkur atriði er snerta félag vort, sem vér
óskum að aldrei verði vikið frá.
a) Sjóður félagsins skal vera æfinleg eign Loðmundarfjarðar og aldrei
má nota renturnar til annars en þess, sem lýtur að því að efla menntun
ungdómsins í þessari sveit. Höfuðstólinn má aldrei skerða.
b) Vér viljum leggja svo fyrir, að félagsmenn velji ætíð hina færustu