Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 60
58
MÚLAÞING
Til er bréf, sem faðir minn skrifaði Arnbjörgu Stefánsdóttur í tilefni af
50 ára afmæli félagsins, sem haldið var á Seljamýri 6. júlí 1930, en Am-
björg var ein af stofnendunum og eini þálifandi stofnandi félagsins.
Faðir minn segir svo:
„I gerðabók félagsins er það sjáanlegt, að eftir fund þann, sem haldinn
var í nóvember 1924, hefst nýtt tímabil í félagsmálunum. Áður höfðu
fundir ekki verið haldnir svo mikið sem einn til jafnaðar á ári, árstillög
voru aðeins 50 aurar fyrir manninn og meðlimir voru þá í mörg ár mest
12. En eftir nóvemberfund era lögin endursamin og árstillög hækkuð
upp í 2 krónur fyrir eldri menn en 18 ára, en 75 aurar fyrir yngri menn.
Meðlimir hafa aldrei síðan orðið færri en 19 og fundir haldnir árlega. Þá
má sjá það á gjöfum einstaklinga til félagsins að margur ann því. Síðan
1924 hafa því verið gefnar 5 ær. Fleira hefur verið gert félaginu til efna-
legs stuðnings.
Þá má geta um heyskap félagsins. Frá því 1924 hafa félagarnir öðru
hvoru heyjað stund úr sunnudegi og selt heyið til ágóða fyrir félagssjóð-
inn, en á því varð sú breyting í fyrra, að ákveðið var, að félagamir kæmu
saman, ef hentugleikar leyfðu, og slægju og rökuðu hjá fáliðuðum og
efnalitlum sveitungum okkar. Samkvæmt þessu slógum við og rökuðum
í sumar sem leið stund úr sunnudegi hjá tveimur slíkum bændum, sem
hafa fyrir 5 og 8 börnum að sjá. Reglugerð Fundarhaldasjóðsins ber með
sér tilganginn, en sjóðurinn er fyrir það mesta til orðinn með sérstöku
gjaldi, sem félagarnir hafa á sig lagt.
Þá er sjúkrasjóðurinn. Reglugerðin sýnir, hvernig hann er stofnaður,
hvernig með hann skal fara og að ekki er ætlast til neins stuðnings af
meðlimum félagsins eða úr félagssjóði. Það sést að hann er gefinn félag-
inu sem 50 ára afmælisgjöf“. Tilvitnun lýkur.
Þegar félagið var stofnað, voru engin fræðslulög komin, það var ekki
fyrr en 1907. Því var eðlilegt, að styrkir frá félaginu yrðu til unglinga,
sem þó varð ekki fyrr en lögum félagsins var breytt 1924.
Félagið var starfandi þar til síðustu íbúar fluttu úr firðinum.
Arnbjörg Stefánsdóttir, ein af stofnendum Framfarafélagsins sem fyrr
greinir, var fædd í Stakkahlíð 29. janúar 1852.
Ambjörg hafði snemma áhuga á að menntast. Hún fór til séra Sigurðar
föðurbróður síns Gunnarssonar á Hallormsstað og var þar í eitt ár.
Nokkru síðar fer hún til Svíþjóðar og Danmerkur, og eftir tveggja ára
dvöl kemur hún heim 1878.
Árið 1888 skrifar hún í Stakkahlíð leikritið Hildibrandur, það er um
álfa og dverga.