Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 62
60
MULAÞING
1977, að skömmu áður en foreldrar hennar giftust hafi faðir hennar vilj-
að fara aftur til Ameríku með móður hennar, en hún hafi ekki viljað
skilja við Island. Þau eru talin til heimilis á Sævarenda 1894-1895, flytja
þá að Neshjáleigu í Loðmundarfirði ásamt dóttur sinni Sigríði. Þar fædd-
ist Stefán sonur þeirra. 1897 fluttu þau að Hánefsstöðum í Seyðisfirði.
Sambúð þeirra Arnbjargar og Sigurðar var ekki löng, því að Sigurður
lést eftir þunga sjúkdómslegu hinn 26. nóvember 1901. í blaðinu Bjarka
45. tbl. 1901 er sagt frá láti Sigurðar. Þar segir: „Að Sigurði er mann-
skaði og hefur Seyðisfjörður þar misst einn af nýtustu mönnum sínum".
í sama blaði, 9. tbl. 1902, er minningargrein um Sigurð Einarsson. Þar
segir, að hann hafi gengið í Möðruvallaskóla 1880 og verið þar í tvo vet-
ur. Ennfremur er frá því skýrt, að hann hafi farið til Ameríku 1887 og
verið þar í sex ár til 1893, er hann kom heim aftur. Þar vestra hafi hann
fengist við smíðar og verslunarstörf. Hann var oddviti Loðmundarfjarð-
arhrepps og hreppstjóri var hann í Seyðisfjarðarhreppi frá 1899 til ævi-
loka. Enn er þess getið, að hann hafi verið kosinn fulltrúi Norðmýlinga á
Þingvallafund 1895. Hann var forvígismaður um bindindismál og á-
hugasamur um kirkjunnar mál. Loks er þess getið í blaðinu, að hann hafi
hallast að kenningu unitara“. Tilvitnun lýkur.
Engar heimildir hef ég um, að leikrit Ambjargar hafi verið fært á svið
í Loðmundarfirði. Vorið 1928 var sett á svið leikritið Happið eftir Pál
Árdal. Það var að forgöngu kennarans, sem þá var í Loðmundarfirði,
Þóru Tryggvadóttur. Það var sett á svið á Seljamýri, þar var þá nýbyggt
steinhús. Ég var þá 8 ára og var á þessari leiksýningu og fannst það mik-
ið ævintýri.
Það mun hafa verið um 1929 að orgel kom í Klifstaðarkirkju. Sigurður
Jónsson á Seljamýri var fyrsti organisti, líklega til 1934, að Auður Hall-
dórsdóttir á Nesi tók við því starfi og gegndi til 1940. Þann 22. nóvem-
ber 1939 var í Klifstaðarkirkju þrefalt brúðkaup. Þá giftu sig Ingibjörg
Einarsdóttir og Eyjólfur Þórarinsson, Baldur Einarsson og Guðbjörg
Sigurjónsdóttir, Aðalheiður Einarsdóttir og Ottó Oddsson.
Lestrarfélag Klifstaðarsóknar
Þann 3. dag desembermánaðar 1849 var á Klifstað í Loðmundarfirði
stofnað „Lestrarfélag Klifstaðarsóknar“.
Stofnendur voru:
Séra Jón Jónsson, Austfjörð, kosinn umsjónarmaður.
Stefán Gunnarsson, Stakkahlíð, kosinn féhirðir.