Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 65
SVEINN STEFÁNSSON:
Jósef Axfirðingur
í fjórða hefti Múlaþings bls. 98-107 er grein um Jósef Axfirðing eftir Gísla
Helgason frá Skógargerði. Þegar tveir menn skrifa fremur stuttar greinar um
hinn þriðja án þess að hvor viti af öðrum, er þess varla að vænta að þeir velji ná-
kvæmlega sömu atriði til frásagnar eða túlki orð og gerðir með sama hætti.
Þannig er þessum greinum farið. Þær eru bæði líkar og ólíkar, og því sýnist mér
allvel fara á að birta grein Sveins þótt þáttur Gísla sé á fleti fyrir. - Á.H.
Það var vorið 1920, er ég var á sjöunda ári, að maður kom að Kirkju-
bóli í Norðfjarðarsveit í S-Múlasýslu, þar sem ég var alinn upp, og átti
tal við fósturföður minn, Svein Guðmundsson, sem þar bjó.
Þessum manni hef ég aldrei getað gleymt, enda var maðurinn sér-
kennilegur í mínum augum.
Hann var meðalmaður á hæð, en
feikna sver og kraftalegur. Talaði frem-
ur hátt og hvellt, hafði dökkrautt skegg
niður á bringu og mikið rauðbrúnt hár.
Gekk með stóran svartan hatt, enda var
maðurinn höfuðstór. Þennan hatt tók
hann sjaldan ofan og hafði hann á höfð-
inu þótt hann sæti inn í stofu. Klæða-
burður mannsins var allt annar en það
sem þekktist í Norðfirði um þetta leyti.
Hann var með hvítan harðan gúmíflibba,
svart bindi og í feikna stórum jakka, er
náði niður fyrir mitt læri, og kraginn úr
svörtu loðnu efni. Var þessi jakki kall-
aður diplomat. Einnig var hann í
svartröndóttum buxum, svörtum lakk-
skóm og með tvo gullhringi á hendi.
Þetta var maður, sem búinn var að kaupa Fannardalinn, innsta bæ í
sveitinni, fyrir offjár, Jósef Axfirðingur. Ég man að Jósef bað fósturföð-
ur minn að hjálpa sér með búslóðina inneftir, því allt varð að flytja á
Jósef Axfirðingur íFannardal.