Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Qupperneq 73
MULAÞING
71
óhreinindum. Jósef stóð upp, gekk til verslunarstjórans og heimtar bætur
fyrir meðferðina, og mun hann hafa fengið þær, því málið féll niður.
Vorið 1916 selur Jósef Fell, og flytur alfarinn burt úr Vopnafirði um
haustið. Þá hafði hann búið þar í sautján ár. Ekki auglýsti hann búslóð
sína, sem þá var venja, heldur flutti hana út á Kolbeinstanga og kom
henni fyrir í geymslu þar. En Kolbeinstangi var kaupstaðurinn oftast
nefndur áður fyrr. Búfé sitt vildi Jósef ekki selja bændum, þótt margir
vildu kaupa, því sauðfé Jósefs var með afbrigðum vænt og duglegt að
bjarga sér. Þetta vissu Vopnfirðingar vel og því sóttust þeir mjög eftir að
kaupa fé af Jósef. Þó seldi hann þrjátíu og fimm úrvals ær kunningja sín-
um, sem oft hafði gert honum greiða, en Jósef var minnugur á það, ef
honum var greiði gerður.
Ástæðurnar fyrir því að Jósef flutti frá Felli hafa líklegast verið nokk-
uð margar, og mun slæmt árferði hafa átt drjúgan þátt í því, hagnaður af
búinu orðinn fremur lítill, húsakynni að grotna niður og ósamkomulag
við nágrannana. T.d. eftir að séra Sigurður P. Sívertsen flutti frá Hofi,
settist þar að séra Einar Jónsson, (sem þekktur var fyrir ættfræðikunnáttu
sína) og rak þar stórbú. Má því búast við að Einar hafi látið vinnumenn
sína stugga við fé Jósefs úr landi sínu, en því var Jósef óvanur og sárn-
aði þetta mjög. Stóð því kalt og þegjandi strfð á milli þeirra þau fjögur ár
sem þeir voru nágrannar.
Jósef lét slátra öllu sínu búfé, hestum og kúm. Tvo úrvalshesta skildi
hann þó eftir, og ferðaðist á þeim landveginn til Reykjavíkur. Var hann
lengi á leiðinni, því hann fór vel með hesta, enda var hann þungur.
Sagðist Jósef hafa skoðað sig vel um og reynt að sjá sér út nýja bújörð,
því hann kvaðst hafa verið vel fjáður eftir búskapinn á Felli.
Ragnhildur varð eftir á Vopnafirði, en fór með skipi til Reykjavíkur
um haustið.
Um dvöl sína í Reykjavík talaði Jósef lítið, annað en það að honum
líkaði illa í höfuðborginni. Bankaránssagan var á allra vörum, sem
þekktu til hans, og varð hann fyrir áreitni margra og oft að verja hendur
sína fyrir ofbeldismönnum.
f Reykjavík dvaldi Jósef fjóra vetur, en ferðaðist um landið á sumrum
á hestum sínum, og var þá sem fyrr að sjá sér út hentuga jörð til búskap-
ar. Hitti hann þá marga að máli og þótti hann bæði fróður og skemmti-
legur gestur.
Loks fann Jósef jörðina, sem honum leist langbest á, en það var jörðin
Fannardalur í Norðfjarðarsveit í Suður-Múlasýslu. Fannardalur er innsti
bærinn í sveitinni, og dregur nafnið af talsvert stórum jökli, sem er fyrir