Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 74
72
MULAÞING
botni dalsins og heitir Fönn. Dalurinn er sérstaklega grösugur, með sér-
kennilegum klettabeltum, mörgum fallegum botnum og árgljúfrum. í
botnunum voru oft haldnar útisamkomur á sumrum áður fyrr.
Þessa jörð keypti Jósef af Guðjóni Ármann, sem bjó þar stórbúi. Bauð
Jósef honum gott verð fyrir jörðina og greiddi hana út. Það mun hafa
verið 1919 sem Jósef keypti Fannardalinn, því um vorið 1920 fór hann
að búa þar, og kom þá Ragnhildur með honum.
Á meðan Jósef dvaldi í Reykjavík fékkst hann talsvert við ritstörf og
gaf út tvær bækur. Hét önnur bókin Bónorðsbréf, Ástarbréf og ýms önn-
ur bréf o.fl. Þessi bók var að mestu frumsamin, en eitthvað af bréfunum
hafði hann þýtt. Bókin kom út 1918 og skrifaði Jósef undir dulnafninu
Kolbeinn ungi. Kápumyndina á bók þessa gerði Ríkarður Jónsson
myndhöggvari. Seinna kom svo út bókin Hjónabandið undir sama dul-
nefni.
Ekki er hægt að segja að þetta hafi verið merkilegar bækur. Seldust
þær fremur illa, svo ekki varð hann ríkur af þeim útgáfum.
Eftir að Jósef kom í Fannardal fékkst hann talsvert við þýðingar úr er-
lendum bókum, en ég held að þær þýðingar hafi aldrei komið út. Einnig
orti Jósef talsvert af kvæðum, sem hann skrifaði upp, og fekk ég stund-
um að lesa kveðskapinn. Sagði honum auðvitað að þetta væri ágætt, þó
ég hefði haft lítið vit á honum.
Jósef átti margar bækur og geymdi þær í kistum. Þetta voru bæði ís-
lenskar og enskar bækur. T.d. sá ég hjá honum Þjóðsögur Jóns Árnason-
ar, Islendingasögur og Noregskonungasögur ásamt mörgum öðrum bók-
um, enda las Jósef mikið.
Um búskap þeirra Jósefs og Ragnhildar í Fannardal get ég lítið sagt.
Hann var aldrei stór, nokkrar kindur, en margir hestar, sem flestir voru
brúnir að lit, alltaf spikfeitir, enda sáralítið notaðir. Einnig höfðu þau
nokkrar geitur og eina kú. Þessar skepnur virtust þau hafa meira til gam-
ans en gagns.
í Landsbankanum á Eskifirði mun Jósef hafa átt talsvert af peningum,
enda fór hann árlega þangað að sækja fyrir því sem á vantaði, því bú-
skapurinn nægði honum engan veginn til framfæris eða til að greiða þau
tiltölulega háu gjöld sem hann greiddi til hreppsins.
Þau Jósef og Ragnhildur bjuggu rúm tuttugu og sex ár í Fannardal, og
ég held að þeim hafi alla tíð liðið þar vel, enda eins og fyrr segir var
alltaf fjölmennt hjá þeim á sumrin, því Jósef leigði mikið land til hey-
skapar.
Jósef andaðist 22. október 1946, þá nærri hálfníræður. Var þá fallinn í