Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 75
MULAÞING
73
valinn mjög sérstæður og sérkennilegur persónuleiki, sem fór sínar eigin
leiðir í lífinu.
Ingvar Pálmason fyrrverandi alþingismaður, segir meðal annars um
Jósef í eftirmælum sem hann skrifar í Tímann 15. nóvember 1946:
„Á Felli í Vopnafirði hafði Jósef á fóðrum veturinn 1909-1910 hátt á
fimmta hundrað sauðfjár, 17 hesta og þrjá nautgripi. Annaðist hann
skepnuhirðinguna einn. Mun það hafa verið ærið starf einum manni,
enda var Jósef sérstakur þrekmaður og kraftamaður svo af bar. Árið
1916 seldi Jósef jörðina Fell og var þá talinn stórefnaður maður. Jósef
giftist aldrei og eignaðist enga afkomendur, en bústýra var hjá honum í
43 ár Ragnhildur Jónasdóttir, ættuð úr Vopnafirði. Sýndi hún honum
sérstaka trúmennsku alla ævi og annaðist hann með nákvæmni, eftir að
ellin færðist yfir, enda arfleiddi Jósef hana að öllum sínum eignum.“
Heimildir að frásögn þeirri er að framan getur um Jósef, hef ég fengið
úr ýmsum áttum, t.d. frá nokkrum Islendingum er dvöldu um sama leyti
og Jósef í Kanada.
Benjamín Sigvaldason fræðimaður fræddi mig mikið um uppvaxtarár
Jósefs og einnig Þórður Einarsson, eins og framar er getið, en Þórður var
giftur Svövu Sveinsdóttur frá Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit, fóstursystur
minni.
Svo rná ekki gleyma því, að ég var tíður gestur á heimili Jósefs og
Ragnhildar, og sögðu þau mér þá margt frá æskuárum sínum og fluttu
mér kvæði er þau höfðu ort.
Þá má geta þess, að þær tvær bækur sem Jósef gaf út, gaf hann mér og
á ég þær enn.