Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Qupperneq 81
MÚLAÞING
79
ar og baðstofuhurðar inn í lítið herbergi, sem lá milli bæjardyranna og
baðstofunnar. Gluggi var á því á suðurstafni. Það var byggt einhvern
tíma eftir aldamót, ég veit ekki nákvæmlega hvenær, og var í fyrstu í-
veruherbergi, en var síðar notað sem geymsla, og var þar geymdur syk-
ur, mjölmatur og fleira matarkyns. Þetta herbergi hvarf með gömlu bað-
stofunni 1935.
7. Baðstofa
Bæjargöngin enduðu við baðstofudyrnar. Tveggja þrepa stigi lá úr
göngunum upp í baðstofuna. Hurð var fyrir þessurn dyrum. Engin læs-
ing var á henni. Engri hurð á bænum var læst með lykli.
Þetta var þrepbaðstofa þ.e. á einni hæð, fjögur stafgólf auk eldhús-
króks og lá frá austri til vesturs. Hún hafði verið byggð í þremur áföng-
um. Tvö vestustu stafgólfin höfðu verið byggð fyrst, og vissi enginn um
aldur þeirra. Þriðja stafgólfinu hafði verið bætt við snemma á árum Arna
Árnasonar, sennilega fyrir aldamót. Austasta stafgólfið var svo byggt á
öðrum áratug aldarinnar fyrir fósturdóttur Árna, sem þá var að vaxa úr
grasi.
í vesturenda baðstofunnar var eldavél og lá reykrör frá henni upp
gegnum þakið. Enginn skorsteinn var í tengslum við eldavélina. Framan
við eldavélina var járnplata fest á gólfið til að draga úr eldhættu. Við
hlið eldavélarinnar var kassi undir eldivið, sem var birki úr Eyjólfsstaða-
skógi og sauðatað. Eitthvað mun þetta hafa verið drýgt með mó, en hann
var annars aðallega notaður í hlóðaeldhúsinu.
í suðvesturhorni var eldhúsborð fest við veggi og yfir því hillur fyrir
leirtau og eldhúsáhöld. Gluggi var yfir eldhúsborðinu á suðurvegg. Stutt
skilrúm, sem skildi eldhúskrókinn að nokkru frá næsta stafgólfi, var frá
suðurvegg.
í næsta stafgólfi var laust borð, sem borðað var við, undir suðurvegg.
Yfir því var lítill tveggja rúða gluggi. Undir norðurvegg var laust svæði,
þar sem hvorki var borð né rúmstæði. Þar var settur upp vefstóll, þegar
ofið var, en það var oft gert að vetrinum.
í 2. og 3. stafgólfi voru 4 rúmstæði. Það voru föst rúm, fest við veggi
og milligerðir milli stafgólfa. Rúmbríkur þessara rúmstæða voru hærri
til höfða og fóta en í miðjunni. Höfðu rúmfjalir verið skorðaðar framan
við rúmfötin að nóttunni til að hækka rúmstokkinn. Að deginum var
gjarnan setið á rúmunum og rúmfjölin þá tekin burt. Eftir að ég man eft-
ir mér, voru rúmfjalir lítið sem ekkert notaðar.
Skilrúm var milli 2. og 3. stafgólfs og á því hurðarlausar dyr. Þar hékk