Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 82
80
MÚLAÞING
Hvammsfólk í Votateig í landi Víkingsstaða við mótekju, sennilega 1914. Frá
vinstri: Einar Bjarnason, Sigríður Pétursdóttir, Arni Arnason bóndi, Hólmfríður
Gísladóttir kona Einars B. Standandi við klettinn Þórður Helgason og Geir-
laugur Jónsson. Þórður kom ársgamall að Hvammi og átti þar lögheimili til
œviloka 1985. Jarðþrúður Jónsdóttir systir Geirlaugs og maður hennar Ás-
mundur Sigmundsson.
olíulampi um dimma tímann, og lýsti hann alla frambaðstofuna, þ.e. alla
baðstofuna, nema innsta herbergið.
Austasta stafgólfið var aflokað frá frambaðstofunni með skilrúmi og
hurð fyrir dyrum. Þetta herbergi var málað blátt, en baðstofan að öðru
leyti ómáluð. Þar var eitt laust rúm, laust borð og stólar. Allstór gluggi
með opnanlegu fagi var á herberginu. Herbergi þetta var lengst af notað
sem gestaherbergi.
Timburgólf var í allri baðstofunni. Norðan megin í fyrsta stafgólfi var
gólfið lægra en annars staðar. Var talið að það væri vegna þess, að þar
hefði upphaflega verið moldargólf, en þetta var í elsta hluta baðstofunn-
ar. Má láta sér detta í hug, að upphaflega hafi ekki verið timburgólf und-
ir rúmum.
Lofthæð baðstofunnar var ekki meiri en það, að hæstu menn náðu
langleiðina upp í mæninn. Skarsúð var á frambaðstofunni, klæðningin lá
utan á sperrum og borðin sköruðust. Sperrumar hvfldu á lausholtum,