Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 83
MÚLAÞING
81
sem lágu eftir endilangri baðstofunni beggja megin og mynduðu hillur,
sem notaðar voru undir ýmislegt smádót.
Innsta stafgólfið, gestaherbergið, var þiljað með panel.
Fimm gluggar voru á baðstofunni, einn á hverju stafgólfi og einn yfir
eldhúsborði. Opnanlegt fag var á a.m.k. tveim gluggum. Gluggarnir
voru litlir með tveim rúðum. Austasti glugginn var þó mun stærri en hin-
ir. Djúpar gluggatóttir voru á öllum gluggunum vegna þess, hve veggur-
inn var þykkur. Það dró úr birtunni í baðstofunni einkum að vetrinum.
Þá fennti oft í gluggatóttirnar.
Strompur var á miðjum mæni baðstofunnar og trélok yfir. Hann var
opnaður til að loftræsta, þegar með þurfti.
Eins og fram hefur komið, var baðstofan öll þiljuð innan. Veggir voru
úr torfi og grjóti og var holrúm eða skot milli þils og veggja og eins holt
undir gólfi. Þakið var torfþak, og nrig minnir, að hrístróð hafi verið milli
torfsins og klæðningarinnar. Einstöku sinnum lak þakið í miklum vatns-
veðrum. Baðstofan var furðulega hlý nema helst ef hvasst var og stóð
upp á bæjardyrnar, þá blés með hurðum.
8. Kúahlaða
Inn úr göngunum gegnt bæjardyrunum voru dyr inn í kúahlöðuna, þar
sem geymd var taða, sem ætluð var nautgripunum. Hún tók 40 hesta af
heyi. Hlaðan lá annars vegar að fjósinu og hins vegar að bæjargöngun-
um. Vindauga var vestan á hlöðunni, þar sem hey var sett inn að sumr-
inu. Að vetrinum var gengið inn í hlöðuna úr göngunum.
9. Fjós
Nyrst í húsaþyrpingunni var fjós, sem lá upp að kúahlöðunni. Það var
með dyrum vestast á suðurhlið með tveim hurðum, sem krækt var aftur
með krók og lykkju. Þetta var einsett fjós. básar norðan megin og í
miðju flór, sem náði frá austurgafli og langleiðina að vesturgafli. Sunn-
an megin var breið tröð.
í fjósinu voru básar fyrir þrjár kýr og eitt geldneyti og moðbás fremst.
Yfir þeim bás voru hænsnaprik, þar sem hænsnin höfðust við. Vatns-
tunna var á tröðinni, þar sem geymt var vatn handa kúnum. Hún var fyllt
einu sinni á dag. Gluggi var á vesturstafni.
Fjóshaugur var norðan við fjósið upp við brekkuna. Síðan var hann
færður að austurstafninum og mykjunni mokað út gegnum op á stafnin-
um.