Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 84
82
MULAÞING
10. Gamlafjós
Sunnan við bæjardyrnar vestast var annað fjós. Það lá frá norðri til
suðurs. Það mun hafa verið svipað á stærð og hitt fjósið. Það var ekki
notað eftir 1920 eða þar um bil. Það var jafnað við jörðu um eða rétt fyr-
ir 1930.
11. Hlandfor
Við austurstafn hlóðaeldhússins var gömul hlandfor og op út í hana úr
eldhúsinu, eins og áður hefur verið lýst. Hún var hellulögð í botninn og
veggir hlaðnir úr grjóti, eins konar steinþró. Hún var tæmd að vorinu og
innihaldið borið á túnið. Því var ausið upp í tunnu, sem ekið var á kerru.
12. Matjurtagarður
Sunnan við bæjarhúsin var allstór matjurtagarður. Var hlaðinn torf-
veggur austan við hann og að nokkru leyti að vestan. Að sunnanverðu
var hann hækkaður upp með hleðslu úr grjóti og torfi um einn og hálfan
metra eða þar um bil. Mun sú hleðsla hafa verið gerð öðrum þræði til að
verja garðinn fyrir ágangi árinnar, en hún átti það til að flæða upp undir
bæinn í miklum rigningum og eins, þegar hún ruddi sig á vorin. Voru
sagnir manna á milli urn að hún hefði einu sinni verið farin að flæða inn
í bæinn.
í garði þessum voru einkum ræktaðar rófur og stundum kál af ýmsu
tagi, en talsvert var um grænmetisrækt á fjórða áratugnum.
Garðurinn var lagður af 1935 eða 36, eftir að ný baðstofa hafði verið
byggð, og var svæðið þá þakið.
13. Brunnur
Spölkom vestan við matjurtagarðinn var gamall brunnur, sem var
löngu aflagður, þegar ég man eftir. Allt neysluvatn var þá sótt í Grímsá,
og var svo fram um 1940. Vatnsbólið var beint niður af bænum.
14. Öskuhaugur og rústir
Nokkru vestar var gamall öskuhaugur, sem hent var í fram undir 1930.
Er nú löngu vallgróinn.
Á svæðinu milli bæjarins og ærhúsanna, sem voru nokkru vestar í
hvamminum, vora vallgrónar rústir, þar sem núverandi íbúðarhús stend-
ur.