Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 85
SVEINN STEFÁNSSON:
Stefán Þórarinsson frá Mýrum í Skriðdal
Stefán faðir minn var fæddur að Randversstöðum í Breiðdal 6. sept-
ember 1871. Faðir hans var Þórarinn Sveinsson Bjarnasonar frá Viðfirði
í Norðfjarðarsveit. Þórarinn afi kynntist stúlku frá Djúpavogi, sem hét
Soffía Friðriksdóttir Lynge, en móðir hennar hét Ólöf Bjarnadóttir. Syst-
ur átti Friðrik er Guðrún hét, og giftist hún Guðmundi Einarssyni frá
Flögu í Skriðdal. Fluttust þau til Hornafjarðar og bjuggu þar. Friðrik
þessi kom ásamt systur sinni til Djúpavogs með föður sínum, Rasmus
Lynge, er verið hafði kaupmaður á Akureyri og var danskrar ættar, en
kona Rasmusar var Rannveig Ólafsdóttir, ættuð úr Svarfaðardal. Rasm-
us hafði talsverð umsvif. Seldi hann bækur og margt fleira. Þau Þórarinn
og Soffía felldu hugi saman og giftust. Þórarinn Sveinsson var sonur
Sveins Bjamasonar bónda frá Viðfirði í Norðfjarðarhreppi. Sveinn faðir
Þórarins átti sjö börn. Hét ein dóttir hans Þrúður, og er hún amma Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar skálds. Þau Þórarinn og Soffía festu kaup á jörðinni
Randversstöðum í Breiðdal, settust þar að búi og eignuðust fimm böm:
Friðbjöm, sem kvæntist Bergþóru Gunnarsdóttur og bjuggu þau að
Vaði í Skriðdal.
Stefán pabbi, sem var þríkvæntur og hét fyrsta kona hans Sesselja
Bjarnadóttir. Önnur kona hans var Jónína Salný Einarsdóttir frá
Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, en sú þriðja var Ingifinna Jóns-
dóttir frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal. Jón faðir Ingifinnu bjó á Vaði í
Skriðdal og var hann Jónsson, ættaður úr A-Skaftafellssýslu. Móðir
Ingifinnu hét Guðrún Björg Eyjólfsdóttir frá Stafafelli í A-Skaftafells-
sýslu.
Ólöf, var gift Sveini Bjarnasyni frá Viðfirði í Norðfjarðarhreppi, og
bjuggu þau þar stórbúi.
Sigríður, var gift Sveini Guðmundssyni. Bjuggu þau fyrst í Fannardal í
Norðfjarðarhreppi, en fluttust að Kirkjubóli í sama hreppi, bjuggu þar til
dauðadags, og eru þau fósturforeldrar mínir.
Guðrún, var gift Guðmundi Guðmundssyni smið, ættuðum úr Fljótsdal
í N-Múlasýslu, þau bjuggu lengi á Mel í Neskaupstað.