Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 86
84
MÚLAÞING
Þegar Stefán faðir minn var þriggja ára gamall missti hann föður sinn,
en ólst upp til ellefu ára aldurs með móður sinni og systkinum. Næstu
sex árin var hann smali á tveim bæjum í Breiðdal, og leið þar vel, að
sjálfs hans sögn, enda bar hann síður en svo kala til húsbænda sinna. Þó
má það teljast dirfska að fara úr heimahúsum svo ungur til að sjá fyrir
sér sjálfur. Nokkrum sinnum á þessu tímabili var hann sendur upp í
Skriðdal. Leist honum alltaf betur og betur á sig þar, enda var þar gott
undir bú og margt stórra
bænda í dalnum þá, jafnvel
svo stórra að einstaka bænd-
ur heimtu þúsund fjár af
fjalli á haustin. Þessar Skrið-
dalsferðir vöktu útþrá hins
unga manns og vorið 1889,
er hann var á átjánda ári,
slítur hann átthagaböndin og
heldur yfir Breiðdalsheiði á
fögrum vordegi, fátækur en
hraustur, framgjarn og fullur
af fyrirætlunum og björtum
vonum. Hann var frjáls og
óháður - og djarfur hugur
æskumannsins þráir nýjan
og víðan starfsvettvang.
Skriðdalurinn, sem hann
hafði litið svo hýru auga,
blasir við honum í vorblíð-
unni, þar var eins og hvíslað
væri að honum: „Hér skaltu
eiga heima upp frá þessu.
Hér bíða verkefnin eftir þér. Hér skalt þú láta sjá hvað í þér býr.“ Hann á
völ á mörgum vistum í Skriðdal, og er því von að hann sé í nokkrum
vafa staddur, en fyrir rás viðburðanna lendir hann að Vaði, til Bjöms
fvarssonar bónda þar og konu hans Ingibjargar Bjarnadóttur frá Viðfirði,
frænku sinnar. Bjöm rak á Vaði stórbú af miklum skörungsskap. Hefur
það eflaust haft mikil áhrif á föður minn, en hann var einmitt á þeim
aldri, sem menn dreymir stóra drauma. Hann vill verða stórbóndi og
mikill athafnamaður, sem fólkið í sveitinni getur treyst. Ekki held ég að
hann hafi sóst eftir embættum eða vegtyllum, en hann skoraðist heldur
Stefán Þórarinsson.