Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 88
86
MULAÞING
Nú er hann boðberi hins nýja tíma og býður fram krafta sína, og sveit-'
in býður hann velkominn.
Gerist hann nú starfsmaður búnaðarfélags sveitarinnar um skeið og
vinnur að jarðarbótum og heyöflun þann tíma sem það er hægt, en
stundar barnakennslu á vetrum. Þar með var hafinn farsæll starfsferill
föður míns í sveitinni, sem var óslitinn í nær sextíu ár.
Árið 1897 hóf faðir minn búskap á
Mýrum, sem þá var kirkjueign. Á því
ári gekk hann að eiga Sesselju Bjama-
dóttur frá Viðfirði, systur Ingibjargar
á Vaði. Heyrt hef ég að margir hafi
undrast þennan ráðahag, þar sem
Sesselja var sjúklingur og dó eftir
fána vikna sambúð. Töldu sumir að
Ingibjörg á Vaði hafi sótt það fast að
koma þessum ráðahag í kring, og faðir
minn, sem var gæflyndur maður og
átti Ingibjörgu margt að þakka, hafi
látið undan þrýstingi frá henni.
Árið 1898 giftist faðir minn öðru
sinni. Gekk hann þá að eiga móður mína, Jónínu Salnýju Einarsdóttur
Ólasonar pósts frá Kollsstaðagerði á Völlum. Hún var fædd 4. maí 1877.
Langafi eldri systkinanna frá Mýrum í móðurætt var:
Óli ísleifsson Finnbogasonar frá Geirólfsstöðum í Skriðdal. Óli bjó á
Útnyrðingsstöðum á Völlum og kvæntist Guðnýju Pétursdóttur frá Vík-
ingsstöðum á Völlum. Þau eignuðust þrjú börn: Önnu, Pétur og Jón. Óli
missti konu sína og kvæntist aftur Salnýju Guðmundsdóttur frá Vaði í
Skriðdal. Er hún langamma eldri systkinanna frá Mýrum.
Þau eignuðust fjögur börn:
Einar afa, er var fæddur 1. nóvember 1844, Guðna, Methúsalem og
Guðrúnu. Einar eignaðist son áður en hann kvæntist með Maríu Jóns-
dóttur frá Teigagerði við Reyðarfjörð og hét hann Einar. Einar Ólason
afi kvæntist síðar Jóhönnu Jónsdóttur ömmu frá Hóli í Hjaltastaðaþing-
há, og eignuðust þau þrjú böm:
Jónínu Salnýju mömmu, er giftist Stefáni Þórarinssyni hreppstjóra frá
Mýrum í Skriðdal.
Óla, er var söðlasmiður í Þingmúla í Skriðdal og kvæntist Margréti
Einarsdóttur, og Stefán, er kvæntist Guðnýju Þórólfsdóttur. Bjuggu þau í
Húsey í Norður-Múlasýslu.
Jónína Salný Einarsdóttir.