Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 89
MÚLAÞING
87
Kristín Árnadóttir var móðir Jóhönnu ömmu og langamma eldri syst-
kinanna frá Mýrum í móðurætt, en faðir Árna hét Stefán og var Lárus-
son Scheving, prestur á Presthólum í N-Þingeyjarsýslu. Stefán þessi
kvæntist Þorbjörgu dóttur séra Stefáns Þorleifssonar, sem áður var prest-
ur á Presthólum. Þau Stefán og Þorbjörg áttu sjö börn, og var Árni faðir
Kristínar langömmu einn úr þeirra hópi. Kristín eignaðist stúlkubam
með manni sem hét Jón Sigurðsson, langafi í móðurætt, og var hann
húsmaður á ýmsum bæjum á Héraði. Dóttirin var látin heita Jóhanna og
er hún amma eldri systkinanna frá Mýrum, eins og áður er frá sagt.
Síðar giftist Kristín Runólfi Péturssyni frá Ósi í N-Múlasýslu. Bjuggu
þau á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá og eignuðust sex börn.
Jóhanna Jónsdóttir amma giftist Halldóri Péturssyni frá Klúku á Hér-
aði, bróður Runólfs stjúpa síns. Börn þeirra voru Kristín og Pétur. Krist-
ín fluttist að Skriðuklaustri og bjó þar, en Pétur bjó á Glúmsstaðaseli í
Norður-Múlasýslu.
Halldór, maður Jóhönnu, varð ekki langlífur, og voru því bömin í ó-
megð er hann dó.
Síðar giftist Jóhanna Einari afa Ólasyni pósti og bjuggu þau á
Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þau eignuðust þrjú börn, eins og
áður er frá sagt.
Móðir mín var af þeim sem hana þekktu talin glæsileg kona. Hún var
fremur hávaxin, bar sig vel og sérstaklega fríð. Hún var góðleg á svip
með skörp svipbrigði og sást því fljótt ef henni mislíkaði framferði barn-
anna, þótt hún segði ekki margt, enda var góður agi á heimilinu. Tóku
margir til þess, hve henni gekk örugglega að halda aga á þessum barna-
hópi. Einnig tóku margir til þess hve hún gekk örugg til verks og Ieysti
alla hluti fljótt og vel af hendi.
Hún var vel menntuð á þeirra tíma mælikvarða, hafði hlotið góða
menntun á heimaslóðum og einnig í Kvennaskólanum á Blönduósi. En
skólastjóri þar var Elín Briem sem gaf út Kvennafræðarann. Mamma fór
síðan til Kaupmannahafnar og dvaldi þar um tíma og lærði karlmanna-
fatasaum. Eg á mynd af mömmu tekna í Kaupmannahöfn 1896 ásamt
vinkonu sinni Pálínu Bjamadóttur frá Reyðarfirði, en Bjarni faðir Pálínu
var söðlasmiður og kenndi Óla bróður mömmu söðlasmíði. Þessa
menntun hefði hún ekki getað veitt sér á þeim tíma, nema með stuðningi
Einars afa. Hann hafði sæmileg laun sem póstur, og mamma var í miklu
uppáhaldi hjá honum.
Hún var talin mild í skapi og mátti ekkert aumt sjá, hvort heldur voru