Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 90
88
MÚLAÞING
menn eða málleysingjar. Því voru að staðaldri umrenningar og aðrir fá-
tæklingar á heimilinu. Öllum bar þeim saman um það að elskulegri konu
hefðu þeir ekki kynnst, samt var mamma talin eins og áður segir, sér-
staklega stjómsöm og lét börnin hlýða sér, enda bára þau mikla virðingu
fyrir henni.
Vorið 1900 fluttu foreldrar mínir búferlum frá Mýrum að Víðilæk í
Skriðdal. Þar bjuggu þau til ársins 1907 er þau fluttust aftur að Mýrum
og keyptu þá jörðina og hófust þau þegar handa um margháttaðar um-
bætur á henni. Mýrar voru þá taldar kostajörð. Landrými var mikið og
sauðbeit góð, víðáttumikil engjalönd til útheysöflunar, en votlendi mik-
ið, eins og nafnið á jörðinni bendir til. Túnið var hins vegar ekki stórt og
ákaflega þýft, en stækkunarmöguleikar voru nægir. Faðir minn sneri sér
fljótlega að jarðræktinni og tók að slétta túnið og stækka það. Töldu ná-
búamir hann hafa innt af höndum ótrúleg afrek á þessu sviði, þar sem
rekan og spaðinn voru lengi vel einu hjálpartækin, og liðstyrk hafði
hann ekki mikinn framan af, meðan börnin voru í ómegð.
Jarðabótaskýrslur frá þeim tíma sýna þó að sum árin komst hann upp í
dagsláttu með þaksléttur sínar. (Ein dagslátta er 900 fermetrar í túni).
Samkvæmt skýrslum frá árinu 1909 fékk faðir minn 160 hestburði af
töðu, sem var mikil aukning frá fyrri árum, og 290 hestburði af útheyi.
Miklar jarðabætur hafa orðið á Mýrum frá þessum tíma, því eftir að
hinar stærri jarðvinnsluvélar komu til sögunnar hafa þær óspart verið
notaðar.
Nú er þar orðið mikið og fallegt tún, og hafa stundum setið jörðina
þrír ábúendur í seinni tíð.
Húsakynni á Mýrum voru fremur stór, á þeirra tíma mælikvarða, þegar
foreldrar mínir settust þar að. Þó stækkaði faðir minn þau mikið, breytti
og bætti, enda var mjög margt fólk á heimili foreldra minna.
Eftir að foreldrar mínir fóru að búa á Mýrum óx bústofninn jafnt og
þétt, þrátt fyrir mikla ómegð og margt annað óvinnufært heimilisfólk.
Árið 1915 gefa þau upp á skýrslum að þau eigi 4 nautgripi og 310 kind-
ur. Hestar voru ekki taldir fram, en þeir munu hafa verið allmargir lík-
lega 8-10, enda voru stöðugar ferðir til Reyðarfjarðar á meðan fært var
yfir Þórdalsheiðina. Þetta ár voru skráðar 17 manneskjur heimilisfastar á
Mýrum, fyrir utan umrenninga sem voru margir, og var því marga
munna að metta.
Á Mýrum var sérstaklega mikill gestagangur, bæði af sveitungum sem
þurftu að fá lánuð verkfæri og hesta, og einnig mönnum lengra að, t.d.
úr Fljótsdal og jafnvel norðan af Jökuldal, því um Mýrar lá leiðin til